15.1.2007 | 20:37
SPLÚNKUNÝTT BLOGG
Nýtt ár - nýtt blogg
Strengdi fullt fullt af áramótaheitum eins og vanalega enda afskaplega bjartsýn kona að eðlisfari !!´
Frábær helgi að baki:
Halldóra og Benni í skreppferð ... ákváðu að skella sér í bæinn þar sem þeim leiddist á Hornafirði ( merkilegt að þau skuli ekki vera alltaf í bænum :) )
Keypti hrikalega flotta skó í kjölfarið - fór aldrei þessu vant með Halldóru að versla en yfirleitt fer hún bara í flísabúðir og Húsasmiðjuna og einhverjar hrikalega leiðinlegar búðir þegar hún kemur hingað, komst líka að því að Benni er liðtækur sjoppari. Yfirleitt fer ég bara að versla þegar Elísabet kemur í bæinn - verst að við höfum svo rosalega líkan fatasmekk að við kaupum alltaf eins hluti...
Átum okkur svo á bakið á Fridays og hneyksluðumst á því hvað afgreiðslufólkið var latt að bera í okkur bjór ... hefði líklega þurft að bæta við manneskju á vaktina til að anna okkur ... við erum einfaldlega drykkfelld fjölskylda !!
En ESJAN var síðan tekið með trompi á sunnudeginum ... ef 1.5 klst upp að steini kallast tromp :) - Var hrikalega lengi að ösla í snjónum þarna upp ... en veðrið var flott og ég líka.
Síðan var sumardagskrá Þórólfs skipulögð og greinilega hugur í fólki ....
Athugasemdir
Snilldin einar !
Til hamingju með nýja bloggið, kem til með að vera fastagestur hérna.
dagur 1. kæra dagbók, mætti 20 min of sein í vinnuna, sofnaði fyrir framan sjónvarpið nennti ekki að taka til, Júlía kom og við fórum á Aroma og fengum okkur 7 bjóra.
dagur 2. kæra dagbók mætti ekki í vinnuna í dag sökum þynku.....
.... Velkomin í bloggið.
Ingþór (IP-tala skráð) 15.1.2007 kl. 21:34
Uss þú þekkir mig of vel allt of vel ...
Mætti reyndar ekki fyrr en eftir hádegi í dag :)
Formaðurinn (IP-tala skráð) 15.1.2007 kl. 21:46
....mér fannst count olaf betra.....
til hamingju með 1.5 og nýtt blogg!
count olaf (IP-tala skráð) 18.1.2007 kl. 22:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.