Hafiði heyrt um rútubílstjórann sem neitaði að halda áfram ....

Allt að gerast hérna, fór yfir Fimmvörðuháls með Bootcamp um helgina,  frábær ferð í alla staða, auðvitað er leiðin sjálf yfir hálsinn alltaf jafn leiðinleg en félagsskapurinn var góður :)

Var mætt fyrir neðan háskólann klukkan 06:03 á laugardagsmorgun eftir afar lítinn svefn. Fór nebblega á Sjávarkjallarann að borða á föstudagskvöldinu ( YUMMI ) og var ekki kominn heim fyrr en upp úr eitt.   Lagt af stað á þremur rútum, það bilaði bara ein á leiðinni þannig að þetta gekk þokkalega.  Vorum komin í Þórsmörk milli fimm og hálfsex en þar beið kaldur bjór og partýtjald auk þess sem Einar var svo elskulegur að vera búin að tjalda fyrir okkur.  Borgar sig ekki að taka þetta á 3:20 þegar maður getur verið sjö tíma að þessu !!  

Grill, partý og ótrúlega góðir gítarleikarar í boði, frábært kvöld í alla staði.   Vöknuðum svo spræk eftir góðan svefn. 

Stórfurðuleg rútuferð heim.  Tvær rútur voru mættar á réttum tíma í Þórsmörk á sunnudeginum en ekkert bólaði á þeirri þriðju, kom í ljós að bílstjórinn hefði ekkert verið að flýta sér af stað og svo loks þegar hann var kominn á fullt skrið þá festi hann sig í einni ánni.  Hann var dreginn upp og við héldum för okkar áfram en sáum hann alltaf bara standa á bakkanum.  Stuttu seinna kom í ljós að hann einfaldlega neitaði að halda áfram lengra uppeftir enda búin að fá nóg af þessari vitleysu, olíuverð náttlega orðið allt of hátt og svona.  Bílstjórinn okkar auglýsti þá eftir nýjum bílstjóra í okkar rútu og var Einar ekki lengi að gefa sig fram, enda þaulvanur eftir að hafa mætt í rútuprófið fyrir níu árum síðan.   Snilldarsetning " er einhver með meirapróf í rútunni ?? "   Fór svo auðvitað allt saman vel,  bílstjórinn knái herti sig loks upp og kom og keyrði okkar rútu heim, reyndi samt að skilja e-a farþega eftir á Selfossi svona bara til að klára daginn með stæl !! 

En ferðin var rosalega vel heppnuð og vel skipulögð.

 Fór til Bretlands um daginn,  frábært í einu orði sagt.  " Are you local ? This is a local store for local people"  var þema ferðarinnar.  Þræddum litla krúttlega bæi, krár og gistihús. Fórum til Dover, Littlehorn ( ótrúlega sætur lítill bær), Bath sem er rosalega falleg borg, virkar samt meira eins og smábær, Portsmouth, Royston og Oxford.  Hlógum látlaust í aftursætinu, Gumma örugglega til mikillar gleði því jú hver vill ekki láta tístið skella stanslaust á hnakkanum á sér þegar hann er að keyra ??    En ég skemmti mér frábærlega og verður þetta vonandi endurtekið.

 Annars er bara verið að smíða pall fyrir aftan hjá mér, risastóran pall.   Benni, Gummi og Orri sáu um smíðar í gærkvöldi á meðan við systkinin tæmdum bílskúrinn af rusli.  Ekki amalegt að eyða brúðkaupsafmælinu sínu svoleiðis :)  En þetta verður svaðalegt.  Partý á pallinum í allt sumar !!

 

 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiðar Birnir

Ég get svo svarið fyrir það að við veðjuðum uppá eitthvað fljótandi fyrir tveim árum síðan hvort þú myndir fara yfir (HE#-%&) á næstu árum.  Þú varst svo ákveðin í að fara ALDREI aftur...  heheheh... frábært hjá ykkur.

Heiðar Birnir, 1.7.2008 kl. 11:56

2 identicon

Þú lætur göngu yfir Fimmvörðuháls hljóma eins og sunnudagsbíltúr :) Er þetta svona auðvelt?

Það virðist vera gott að hafa Einar með í för, panta hafa hann með í næsta ferðalag..... Hlakka til að mæta í partý á pallinn í sumar, mojito og grill hljómar vel :)

Mbk. AW

Andrea Waage (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 12:51

3 identicon

Fimmvörðuhálsinn rúlar feitt - og við munum pottþétt ganga hann aftur að ári.  Þó ekki nema bara til að taka þátt í partýinu á laugardagskvöldinu.  Og já - það er skilyrði að ganga til að fá að vera með í fjörinu ;-)   Aldrei að vita nema við jafnvel skokkum hann - ok, kannski bara ég sem skokki hann...  En takk fyrir mig - súperhelgi í góðum félagsskap...

BÖ (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 09:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband