Rain rain go away go away.....

Er með þetta lag hér að ofan með Terence Trent Darby á heilanum í dag.  Það föturignir og mér finnst það ekkert gaman, urðum að fresta Birnudalstind eina ferðina enn vegna veðurs, frekar fúlt, hefði verið rosa gaman að fara þessa helgi austur þar sem verið er að formlega að opna Vatnajökulsþjóðgarð.

 Í staðinn fyrir að gróðursetja tré með vinnunni fór ég í neglur í morgun, mætti samt í grillið á eftir :)  - taldi mig nú bara vera mjög löglega afsakaða þar sem að neglurnar hljóta alltaf að hafa forgang !!    Stefnt á tíðindalausa helgi með Esjugöngu á morgun.   ´

En svo er bara Bretlandsferð framundan, ætlum að keyra um suður England, þ.e. Gummi ætlar að keyra og Regína er búin að lofa að skipta sér ekki af akstrinum.  Var að fatta af hverju ég var skráð sem vara driver en ekki Regína, hún er svo séð því þá getur hún legið í bjórnum en ekki ég !!  Ætlum sem sagt að eyða þjóðhátíðardeginum erlendis, Beta, Emil og Orri frændi koma líka með þannig að þetta lofar mjög góðu. 

Góða helgi, vonandi eiga allir góðan pollagalla :) 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andrea Ásgrímsdóttir

Ciao bella!

Ánægð með nagla-múvið. Ég er alltaf glöð að heyra þegar aðrir gera eitthvað svona :) Að sjálfsögðu ganga neglurnar fyrir - en ekki hvað???

En fyrirgefðu, Bretland???? Það fór alveg framhjá mér að þú værir á leiðinni þangað. Hvernig væri að skutlast yfir Ermasundið í einn mojito eða svo. Eða tvo.

A

Andrea Ásgrímsdóttir , 8.6.2008 kl. 12:04

2 Smámynd: Formaðurinn

Alltaf til í Mojito - sérstaklega Strawberry Mojito slef slef :)

Formaðurinn, 10.6.2008 kl. 20:20

3 identicon

Jæja, á ekkert að fara að koma með ferðasöguna???

 Strawberry mojito!!! NEVER HEARD OF IT.

Andrea (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 12:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband