Hvítasunnublús

Erfitt að byrja nýja viku eftir svona mikla leti.

 Mætti ekki í bootcamp á mánudag, gerði ekkert nema sofa á þriðjudag, mætti ekki í bootcamp á miðvikudag og er komin með hálsbólgu.... hversu ömurlegt hljómar þetta, akkúrat núna þegar það er að koma sumar,  nenni hvorki né vil vera í svona leiðindum, þannig að á morgun ætla ég að vera ofurspræk !!

 Fór á kynningarfund í hádeginu um M.sc í Fjármálum í HR.  Virkaði enn meira spennandi eftir að hafa farið á fundinn þannig að nú er bara að krossa puttana að ég komist inn, lagði nebblega ekkert rosalega mikið í umsóknina og sé svolítið eftir því núna !!  En ég fæ að vita á morgun.

 Bryndís og Einar duttu í lukkupottinn og fengu miða í New York maraþonið, til hamingju, hlakka til að taka þátt í undirbúningnum og hlakka til að þurfa alls ekki að taka þátt í sjálfu hlaupinu :)

Annars held ég að það hvíli bölvun á nýju hlaupaskónum mínum þar sem ég hef ekki hreyft mig síðan ég keypti þá, þarf að unjinxa þá HRATT.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Líst mér vel á þetta með undirbúninginn - auðvitað skellir þú þér svo bara út og heldur á vatninu fyrir okkur og svoleiðis..  nuddar kannski þreytta leggi ;-)  it´s a plan  - eigum nú eftir að fara til NY saman...  get lofað þér pottþétt fjör (eftir maraþonið þ.e.a.s....)

Bryndís (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 08:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband