Það er komið sumar

Búið að vera nóg að gera þessa vikuna.  Nú er allt komið á fullt í malbikinu og nóg að gera.  Þannig að nú er ég farin að vinna aftur á kjörhraða.  Get ekki unnið hratt nema allt sé á fullu.

 Hvítasunnuhelgin búin að vera mjög góð, ætlaði bara að liggja í leti á föstudagskvöldinu, til marks um það að það var nákvæmlega ekkert planað þá kom Júlía í heimsókn í náttbuxunum.   En partýin gera ekki boð á undan sér þannig að þegar kallið kom þá að sjálfsögðu var ekki hægt að skorast undan, græjuðum okkur á mettíma og skelltum okkur í bæinn.  

Vaknaði svo ótrúlega hress á laugardagsmorgninum, alla vega svona miðað við aðstæður og fór í ræktina með Bryndísi, sem fékk næstum taugaáfall þegar hún sá að ég var ennþá í gömlu, mjög svo götóttu adidas hlaupaskónum mínum sem ég var búin að lofa að henda fyrir löngu, keypti mér meira að segja nýja um daginn sem ég skilaði.  Það er alveg lyglilegt hvað það er erfitt að kaupa íþróttaskó sem maður getur "bondað" við.   Tókum létta æfingu og fórum svo beint í Útilíf að kaupa skó :)

Átti svo frábært laugardagskvöld heima hjá  Bryndísi og Einari með Júlíu og Láru.  Hittumst og átum sushi og grillaðan humar, drukkum hvítvín, bjór og malibu í ananassafa - pínu nostalgíudrykkur sko.  Man bara þegar ég var að hrista svoleiðis einhvern tímann í partý uppi i Rein og fékk hann allan í andlitið,  svipað og þegar ég var að vinna á pöbbnum heima og gerði baileys hristan yfir öxlina, sígildur :)

 Ætluðum að fara í bæinn en hreinlega gleymdum hvað tímanum leið og sátum sem fastast að kjafta alla nóttina.  Sem sagt frábært kvöld, takk fyrir mig stelpur :)  - vantaði bara Rán sem neitar að koma heim frá London !!

Eyddi svo afmælisdeginum í sófanum með ótal mörgum dvd myndum .... ekkert sérstakt þema þessa helgina þar sem ekki var hægt að leigja fleiri Colin Farrell myndir.  Horði á eina alveg ágæta, In the land of women annars ekkert bitastætt. 

 En nú er sem sagt komið sumar - er það ekki annars !!  Ætla að vera dugleg í vikunni að hlaupa rosalega mikið í nýju skónum...

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andrea Ásgrímsdóttir

Til hamingju með daginn elsku vinkona!!!! Gott að þú áttir góða "afmælishelgi". Talandi um svona "sígildar" sögur þá minnir það mig bara á eina þar sem "einhver" fór að berja og krydda saltkjötsbita..... nefnum engin nöfn!

Ég myndi svo fara að skutla brúnkukreminu á mig ef ég væri þú því ég er alveg gjörsamlega tönnuð í drasl....

Sjáumst eftir tvo.

Dolores

Andrea Ásgrímsdóttir , 13.5.2008 kl. 07:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband