Að yrkja garðinn

Mér leiðist garðyrkja, slá og reyta arfa, raka og slá svo meira, þetta er bara ekki gefandi.  Ef einhvern tímann er þörf á að drekka til að gleyma þá er það við garðyrkjustörf.... þess vegna fékk ég mér ekki vélknúna sláttuvél þar sem kassi af bjór og rafmagnsorf fer víst illa saman.

 En lóðin lítur svakalega flott út núna :) 

Tók afspyrnu lítinn þátt í hátíðarhöldunum, held hreinlega að ég sé latasta manneskja í heiminum, nennti bara alls engu, datt niður í frábæra bók og langar bara að liggja og lesa akkúrat núna.  

Kíktum samt niður í Hafnarfjarðarbæ á laugardagskvöldinu, skrýtin stemning en alveg ágæt.

Annars litið að frétta, kíkti á Akureyri í vikunni, alltaf jafn næs að koma þangað, sól og hiti, ostborgari á Greifanum og slúður með Dagmar og Andreu.

 Er loks laus við margra vikna slen og aumingjaskap. Fór til læknis á föstudag til að fá pensilín og það tók tvo klukkutíma, ekki af því það væri svo löng bið eftir lækninum, það var svo löng bið eftir að fá lyfseðilinn afgreiddan, þetta er sko ekki hraðbúð Lyfju hér í firðinum !!! 

Hittumst svo í gær til að plana göngu á Birnudalstind, stefnan er tekin á næstu helgi en spáin lofar alls ekki góðu, ekkert varíð í að fara í svartaþoku.  En við fylgjumst með í vikunni og tökum ákvörðun þegar nær dregur.  Ef veðrið fyrir austan klikkar þá förum við pottþétt eitthvað annað en það verður fúlt að þurfa að fresta þessari ferð eina ferðina enn.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband