Hafiði heyrt um rútubílstjórann sem neitaði að halda áfram ....

Allt að gerast hérna, fór yfir Fimmvörðuháls með Bootcamp um helgina,  frábær ferð í alla staða, auðvitað er leiðin sjálf yfir hálsinn alltaf jafn leiðinleg en félagsskapurinn var góður :)

Var mætt fyrir neðan háskólann klukkan 06:03 á laugardagsmorgun eftir afar lítinn svefn. Fór nebblega á Sjávarkjallarann að borða á föstudagskvöldinu ( YUMMI ) og var ekki kominn heim fyrr en upp úr eitt.   Lagt af stað á þremur rútum, það bilaði bara ein á leiðinni þannig að þetta gekk þokkalega.  Vorum komin í Þórsmörk milli fimm og hálfsex en þar beið kaldur bjór og partýtjald auk þess sem Einar var svo elskulegur að vera búin að tjalda fyrir okkur.  Borgar sig ekki að taka þetta á 3:20 þegar maður getur verið sjö tíma að þessu !!  

Grill, partý og ótrúlega góðir gítarleikarar í boði, frábært kvöld í alla staði.   Vöknuðum svo spræk eftir góðan svefn. 

Stórfurðuleg rútuferð heim.  Tvær rútur voru mættar á réttum tíma í Þórsmörk á sunnudeginum en ekkert bólaði á þeirri þriðju, kom í ljós að bílstjórinn hefði ekkert verið að flýta sér af stað og svo loks þegar hann var kominn á fullt skrið þá festi hann sig í einni ánni.  Hann var dreginn upp og við héldum för okkar áfram en sáum hann alltaf bara standa á bakkanum.  Stuttu seinna kom í ljós að hann einfaldlega neitaði að halda áfram lengra uppeftir enda búin að fá nóg af þessari vitleysu, olíuverð náttlega orðið allt of hátt og svona.  Bílstjórinn okkar auglýsti þá eftir nýjum bílstjóra í okkar rútu og var Einar ekki lengi að gefa sig fram, enda þaulvanur eftir að hafa mætt í rútuprófið fyrir níu árum síðan.   Snilldarsetning " er einhver með meirapróf í rútunni ?? "   Fór svo auðvitað allt saman vel,  bílstjórinn knái herti sig loks upp og kom og keyrði okkar rútu heim, reyndi samt að skilja e-a farþega eftir á Selfossi svona bara til að klára daginn með stæl !! 

En ferðin var rosalega vel heppnuð og vel skipulögð.

 Fór til Bretlands um daginn,  frábært í einu orði sagt.  " Are you local ? This is a local store for local people"  var þema ferðarinnar.  Þræddum litla krúttlega bæi, krár og gistihús. Fórum til Dover, Littlehorn ( ótrúlega sætur lítill bær), Bath sem er rosalega falleg borg, virkar samt meira eins og smábær, Portsmouth, Royston og Oxford.  Hlógum látlaust í aftursætinu, Gumma örugglega til mikillar gleði því jú hver vill ekki láta tístið skella stanslaust á hnakkanum á sér þegar hann er að keyra ??    En ég skemmti mér frábærlega og verður þetta vonandi endurtekið.

 Annars er bara verið að smíða pall fyrir aftan hjá mér, risastóran pall.   Benni, Gummi og Orri sáu um smíðar í gærkvöldi á meðan við systkinin tæmdum bílskúrinn af rusli.  Ekki amalegt að eyða brúðkaupsafmælinu sínu svoleiðis :)  En þetta verður svaðalegt.  Partý á pallinum í allt sumar !!

 

 


Rain rain go away go away.....

Er með þetta lag hér að ofan með Terence Trent Darby á heilanum í dag.  Það föturignir og mér finnst það ekkert gaman, urðum að fresta Birnudalstind eina ferðina enn vegna veðurs, frekar fúlt, hefði verið rosa gaman að fara þessa helgi austur þar sem verið er að formlega að opna Vatnajökulsþjóðgarð.

 Í staðinn fyrir að gróðursetja tré með vinnunni fór ég í neglur í morgun, mætti samt í grillið á eftir :)  - taldi mig nú bara vera mjög löglega afsakaða þar sem að neglurnar hljóta alltaf að hafa forgang !!    Stefnt á tíðindalausa helgi með Esjugöngu á morgun.   ´

En svo er bara Bretlandsferð framundan, ætlum að keyra um suður England, þ.e. Gummi ætlar að keyra og Regína er búin að lofa að skipta sér ekki af akstrinum.  Var að fatta af hverju ég var skráð sem vara driver en ekki Regína, hún er svo séð því þá getur hún legið í bjórnum en ekki ég !!  Ætlum sem sagt að eyða þjóðhátíðardeginum erlendis, Beta, Emil og Orri frændi koma líka með þannig að þetta lofar mjög góðu. 

Góða helgi, vonandi eiga allir góðan pollagalla :) 

 


Að yrkja garðinn

Mér leiðist garðyrkja, slá og reyta arfa, raka og slá svo meira, þetta er bara ekki gefandi.  Ef einhvern tímann er þörf á að drekka til að gleyma þá er það við garðyrkjustörf.... þess vegna fékk ég mér ekki vélknúna sláttuvél þar sem kassi af bjór og rafmagnsorf fer víst illa saman.

 En lóðin lítur svakalega flott út núna :) 

Tók afspyrnu lítinn þátt í hátíðarhöldunum, held hreinlega að ég sé latasta manneskja í heiminum, nennti bara alls engu, datt niður í frábæra bók og langar bara að liggja og lesa akkúrat núna.  

Kíktum samt niður í Hafnarfjarðarbæ á laugardagskvöldinu, skrýtin stemning en alveg ágæt.

Annars litið að frétta, kíkti á Akureyri í vikunni, alltaf jafn næs að koma þangað, sól og hiti, ostborgari á Greifanum og slúður með Dagmar og Andreu.

 Er loks laus við margra vikna slen og aumingjaskap. Fór til læknis á föstudag til að fá pensilín og það tók tvo klukkutíma, ekki af því það væri svo löng bið eftir lækninum, það var svo löng bið eftir að fá lyfseðilinn afgreiddan, þetta er sko ekki hraðbúð Lyfju hér í firðinum !!! 

Hittumst svo í gær til að plana göngu á Birnudalstind, stefnan er tekin á næstu helgi en spáin lofar alls ekki góðu, ekkert varíð í að fara í svartaþoku.  En við fylgjumst með í vikunni og tökum ákvörðun þegar nær dregur.  Ef veðrið fyrir austan klikkar þá förum við pottþétt eitthvað annað en það verður fúlt að þurfa að fresta þessari ferð eina ferðina enn.

 

 

 


Ný vika - tóm gleði

Reif mig upp klukkan sjö í morgun til að fara í Boot camp í nýju skónum, sem sagt búið að vígja gripina og reyndust þeir bara vel.  Stefni á almennilega hreyfiviku þar síðasta vika fór bara í rugl, leti, veikindi og þynnku. 

 Fór á fund hjá Búlandstindi þar sem voru planaðir nokkrir sniðugir hittingar í sumar, gaman að sjá hvernig fólk tekur í þetta.

Síðan er stefnt á Snæfellsjökul næsta laugardag því þá verður pottþétt Þórólfsveður :)


Hvítasunnublús

Erfitt að byrja nýja viku eftir svona mikla leti.

 Mætti ekki í bootcamp á mánudag, gerði ekkert nema sofa á þriðjudag, mætti ekki í bootcamp á miðvikudag og er komin með hálsbólgu.... hversu ömurlegt hljómar þetta, akkúrat núna þegar það er að koma sumar,  nenni hvorki né vil vera í svona leiðindum, þannig að á morgun ætla ég að vera ofurspræk !!

 Fór á kynningarfund í hádeginu um M.sc í Fjármálum í HR.  Virkaði enn meira spennandi eftir að hafa farið á fundinn þannig að nú er bara að krossa puttana að ég komist inn, lagði nebblega ekkert rosalega mikið í umsóknina og sé svolítið eftir því núna !!  En ég fæ að vita á morgun.

 Bryndís og Einar duttu í lukkupottinn og fengu miða í New York maraþonið, til hamingju, hlakka til að taka þátt í undirbúningnum og hlakka til að þurfa alls ekki að taka þátt í sjálfu hlaupinu :)

Annars held ég að það hvíli bölvun á nýju hlaupaskónum mínum þar sem ég hef ekki hreyft mig síðan ég keypti þá, þarf að unjinxa þá HRATT.

 

 

 


Það er komið sumar

Búið að vera nóg að gera þessa vikuna.  Nú er allt komið á fullt í malbikinu og nóg að gera.  Þannig að nú er ég farin að vinna aftur á kjörhraða.  Get ekki unnið hratt nema allt sé á fullu.

 Hvítasunnuhelgin búin að vera mjög góð, ætlaði bara að liggja í leti á föstudagskvöldinu, til marks um það að það var nákvæmlega ekkert planað þá kom Júlía í heimsókn í náttbuxunum.   En partýin gera ekki boð á undan sér þannig að þegar kallið kom þá að sjálfsögðu var ekki hægt að skorast undan, græjuðum okkur á mettíma og skelltum okkur í bæinn.  

Vaknaði svo ótrúlega hress á laugardagsmorgninum, alla vega svona miðað við aðstæður og fór í ræktina með Bryndísi, sem fékk næstum taugaáfall þegar hún sá að ég var ennþá í gömlu, mjög svo götóttu adidas hlaupaskónum mínum sem ég var búin að lofa að henda fyrir löngu, keypti mér meira að segja nýja um daginn sem ég skilaði.  Það er alveg lyglilegt hvað það er erfitt að kaupa íþróttaskó sem maður getur "bondað" við.   Tókum létta æfingu og fórum svo beint í Útilíf að kaupa skó :)

Átti svo frábært laugardagskvöld heima hjá  Bryndísi og Einari með Júlíu og Láru.  Hittumst og átum sushi og grillaðan humar, drukkum hvítvín, bjór og malibu í ananassafa - pínu nostalgíudrykkur sko.  Man bara þegar ég var að hrista svoleiðis einhvern tímann í partý uppi i Rein og fékk hann allan í andlitið,  svipað og þegar ég var að vinna á pöbbnum heima og gerði baileys hristan yfir öxlina, sígildur :)

 Ætluðum að fara í bæinn en hreinlega gleymdum hvað tímanum leið og sátum sem fastast að kjafta alla nóttina.  Sem sagt frábært kvöld, takk fyrir mig stelpur :)  - vantaði bara Rán sem neitar að koma heim frá London !!

Eyddi svo afmælisdeginum í sófanum með ótal mörgum dvd myndum .... ekkert sérstakt þema þessa helgina þar sem ekki var hægt að leigja fleiri Colin Farrell myndir.  Horði á eina alveg ágæta, In the land of women annars ekkert bitastætt. 

 En nú er sem sagt komið sumar - er það ekki annars !!  Ætla að vera dugleg í vikunni að hlaupa rosalega mikið í nýju skónum...

 

 


Bara legið í leti

Jebb ótrúleg letihelgi, er með legusár og bakverki eftir að hafa legið ýmist í sófanum eða rúminu í tvo daga.  Sem betur fer var Bootcamp í morgun sem er frábær leið til að starta vikunni - kynntist meira að segja stelpu sem er jafnlengi og ég að hlaupa !!!  Það gerist nú ekki á hverjum degi sko.

 Colin Farrell var svo að taka við af Vin Diesel sem langflottasti aksjón maðurinnm, slef slef ... leigði allar myndir sem hann hefur leikið í um helgina :)

 

 


Selvogsgata

Enn einn frábær frídagur að baki.  Notaði daginn til að ganga Selvogsgötuna þ.e. frá Bláfjallaveginum og yfir í Selvog c.a. 18 km leið - held reyndar að við höfum bara gengið 15 km.

 Frábært veður og góð mæting, skelltum okkur í sund í Salalaugina á eftir sem var stútfull af fólki, ætli sé bara endalaust hleypt inn ????  verra þegar maður þarf að bíða eftir að einhver komi upp úr til að geta troðið sér ofan í.   En laugin er fín og mun betri en Subbulaugin í Suðurbænum, þar sem maður þarf helst að vera í vaðstígvélum til að liða vel.

 Fórum svo á Fjörukrána um kvöldið að borða og drekka langþráðan ískaldan bjór. Vá hvað bjór er góður, kemst ekki yfir það, bjór bjór bjór ....

 Stefni svo á góða helgi, X-Dominos partý í kvöld þannig að morgundagurinn verður örugglega frekar slappur en stefni á göngu á sunnudag.  Verð að halda áfram að byggja upp þol.

 Góða helgi  


Heklan loks í valnum ....

Frábær helgi að baki ....

Byrjaði á bootcamp tíma á laugardagsmorgun klukkan níu þar sem við skriðum í sígarettustubbum fyrir utan hótel Nordica - gerist ekki betra :) 

Skelltum okkur svo í sumarbústað í Úthlíð þar sem var legið í leti, etið og drukkið eins og góðri sumarbústaðaferð sæmir, já og potturinn auðvitað tekin út.

Síðan var vaknað ELDsnemma á sunnudagsmorgunin og lagt af stað á Heklu.  Tek það fram að það er ekkert grín að keyra frá Laugavatni að Heklu þrátt fyrir mikin kortalestur,  held við höfum keyrt tvisvar fram hjá afleggjaranum sem við áttum að taka og enduðum við óvart á Flúðum.  

Hmmm já Hekluganga !!! Þrátt fyrir að:

- Hafa ekki gert ráð fyrir að keyra í tæpa klukkustund frá afleggjaranum að Heklu og að henni

- Hafa þurft að leggja bílnum svo langt frá fjallinu að það var bara lítill depill

- Hafa fundið bílastæðið þar sem uppgangan er og gengið galvösk þar upp eftir stikum og hafa síðan uppgötvað að þetta var alls ekkert rétt bílastæði og að stikurnar hafi markað gönguferð á Rauðu Skál en ekki Heklu.

- Hafa gengið í rúmar tvær klukkustundir og tekið talsverða hækkun áður en við svo loks römbuðum á réttu gönguleiðina

- Hafa eytt níu tímum í fimm tíma göngu og samtals 15 klukkustundum í ferðina.

- Hafa næstum því týnt bílnum, hjúkk að Óli var með GPS tækið !! og vera löngu löngu búin með nestið sem var í upphafi ekki mjög merkilegt eða ein samloka, tvær kókómjók og tvö prins ...

Þá var þetta snilldarferð því að hver getur vælt yfir:

- frábærum félagsskap

- Ótrúlegu veðri, sól, snjó, logni og heiðskýru lofti

- Jeppaferð með Tobbu sem er bara snilldardriver, takk fyrir farið.

Sem sagt vel heppnuð helgi að baki með viðeigandi og tilheyrandi strengjum !!

 Hlakka til að sjá hvað getur farið úrskeiðis við að ganga Selvogsgötuna á fimmtudag. 

 


Allt að gerast : )

Fín helgi að baki og frábær vika framundan - vika með frídegi í miðri viku getur bara orðið frábær !!

Fór á Verk og Vit á fimmtudeginum, byrjaði í ráðstefnu og tók svo hring á sýningunni, þetta er sko engin sjávarútvegssýning en nóg að býta og brenna, sérstaklega var sushi barinn hjá Mannvit góður.   Þurfti virkilega að rífast við sjálfa mig í hausnum hvort ég ætti bara að slá til og detta í það eða drulla mér heim, sem ég gerði sem betur fer,  segið svo að maður hafi ekki viljastyrk :)

 Fór á Definately Maybe um kvöldið,  borðliggjandi sunnudagseftirmiðdagsstelpumynd, mæli með henni við svoleiðis tækifæri.

 Tveggja tíma bootcamp æfing í Elliðaárdalnum á laugardagsmorgun klukkan níu  - hljómar ótrúlega vel er það ekki ????  Við Júlía mættum galvaskar, klárar í slaginn .... og náðum heilum 17 mínútum af froskahoppum, armbeygjum, bjarnargöngum og sprettum..... áður en við gáfumst hreinlega upp og stungum af.  Shiiittttt hvað varð um notalega upphitun, koma sér í gírinn og svona ?????  Hefði kannski sloppið ef allur hópurinn hefði ekki alltaf fengið refsingu af því ÉG gat ekki drullast hraðar !!  Átti alveg nóg með að hugsa um sjálfa mig án þess að þurfa að hafa áhyggjur af hinu fólkinu sko....

Fór þess í stað bara einn ástjarnar/ásfjalla hring og engin þurfti að gera 50 aukafroska af Því ég stoppaði í miðri hlíð :)

 Fórum svo í Brunch á Maður lifandi í Hafnarborg - svoltið spes.  Voða fínt og kósí en maður þarf sjálfur að ganga frá eftir sig, svona ponku skrýtið andrúmsloft i kringum þetta en maturinn var góður.  

 Ákvað að skola af bílnum mínum og beið í 30 mínútur í röð við einhverja sjálfvirka þvottastöð sem lofaði að snerta ekki bílinn minn, þetta höfðaði sérstaklga til mín þar sem ég hef mjög litla snertiþörf :)  -  Þegar röðin loks koma að mér var allt kapútt,  það blikkuðu öll ljós samtímis, sem sagt áfram, stoppa og bakka og hurðin fór stanslaust upp og niður  ...... ég náði að forða mér úr þessum sirkus og endaði á að þurfa bara að spúla bílinn sjálf með handafli, sem tók heilar 5 mínútur.    Hitti Gísla sem var að þvo hreinan bíl - hvað er það ???  Einhver lítill Pringles kall farin að gera vart við sig í honum, búin að fjárfesta í hágæða burstasetti :)

 Grillið var svo brúkað vel um helgina, grillaði humar á laugardeginum og lamb á sunnudeginum. Reyndar var lambið meira svona eldhafsbakað heldur en grillað þar sem grillið stóð bara í ljósum logum og allt kolbrann.  Veit ekki alveg hvað gerðist en við bara flysjuðum öskuna af kjötinu og málið dautt.

Jebb bara tiltölulega notaleg helgi :) 

  

 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband