Selvogsgata

Enn einn frábær frídagur að baki.  Notaði daginn til að ganga Selvogsgötuna þ.e. frá Bláfjallaveginum og yfir í Selvog c.a. 18 km leið - held reyndar að við höfum bara gengið 15 km.

 Frábært veður og góð mæting, skelltum okkur í sund í Salalaugina á eftir sem var stútfull af fólki, ætli sé bara endalaust hleypt inn ????  verra þegar maður þarf að bíða eftir að einhver komi upp úr til að geta troðið sér ofan í.   En laugin er fín og mun betri en Subbulaugin í Suðurbænum, þar sem maður þarf helst að vera í vaðstígvélum til að liða vel.

 Fórum svo á Fjörukrána um kvöldið að borða og drekka langþráðan ískaldan bjór. Vá hvað bjór er góður, kemst ekki yfir það, bjór bjór bjór ....

 Stefni svo á góða helgi, X-Dominos partý í kvöld þannig að morgundagurinn verður örugglega frekar slappur en stefni á göngu á sunnudag.  Verð að halda áfram að byggja upp þol.

 Góða helgi  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband