Vor í lofti og 50 metrar á sekúndu í Malbikinu

Það er klikkað veður hérna í hrauninu, það er svo hvasst að tölvuskjárinn minn hristist á borðinu hjá mér !!  Var ekki einvher að spá í að byggja flugvöll hér einhverntímann, það væri skemmtilegt helvíti.... 

En þar sem ég hef ekki bloggað lengi sökum einhverrar meinloku þá er allt gott að frétta af kellingunni.   Tvær utanlandsferðir í valnum, ein snilldarskíðaferð til Noregs og svo hin árlega Kanaríeyjaferð fjölskyldunnar.  Lá í sófanum og át páskaegg milli ferða og vann þar af leiðandi nánast ekki neitt í mars, sem er gott :)

 Byrjuð í Bootcamp, djísús kræst - bara með harðsperrur dauðans og krónískt blóðbragð, en djöfull er þetta gaman.

 Annars bara flott sumardagskrá framundan hjá Þórólfum.... held að það séu sjö ferðir planaðar í sumar sem er bara býsna metnaðarfullt finnst mér og hlakka ég mikið til,  ætla að vera í hörkuformi þannig að ég þurfi ekki alltaf að horfa á rassinn á liðinu í hverri einustu göngu !!  Það er ótrúlega leiðinlegt sko.  

 Stefni á afkastamikið blogg..... 


Á fleygiferð inn í jólin :)

Ó já, jólin nálgast ótrúlega hratt og ég hlakka brjálæðislega til.  Við erum búin að lifa í kommúnu hér í Stekkjarhvamminum s.l. mánuðinn sem byrjaði á því að Regína og Þórdís fluttu inn á efri hæðina til mömmu og Söru.  Stuttu seinna komu Elísabet, Emil og Fanný í heimsókn og þá sofið í hverju horni á öllum hæðum.  Þórdís hefur ekkert verið sérstaklega kát með þessa ráðstöfun þar sem hún segir að ég og Regína höldum vöku fyrir henni með hlátri.  Halldóra og Benni komu svo nánast um leið og Beta og Emil fóru og þá tók ekki betra við þegar ég þurfti að slást um rúmið mitt við Söru tvö kvöld í röð.  Krakkaskítur !! ´

Átveislan fer að byrja - byrjar á Tapasbarnum annað kvöld, nammi namm.  Á laugardeginum er svo skata hjá Orra frænda, ég er búin að leggja inn pöntun fyrir ýsu þar sem Orri var að hóta því að það yrði bara skata og saltfiskur þetta árið. Plís Orri, ekkert rugl hérna, koma svo !!

Þorláksmessuteitið hennar Regínu er svo ekki á sínum stað á sunnudeginum þar sem að hún er tímabundið landlaus kona.  Teitið verður því að þessu sinni haldið hjá mér að Stekkjarhvammi 4.  Opið hús frá 16:00 og nóg að borða !!

 Aðfangadagur grrrrr...... búin að hita vel upp fyrir aspassúpuna og hamborgarahrygginn og jólaísinn hennar Regínu.

 Jóladagur, hangikjöt úr Berufirði, held sannanlega að þetta sé besta hangikjöt í heimi.  Ekta heimareykt og algjörlega ómissandi á jólunum, takk Svandís :)

 Annar í jólum er enn opin .... verður fínt að fá sér eitthvað gott eftir annan í jólum gönguna !!

 Jebb er hægt annað en að hlakka til ?

 p.s. búin að kaupa ótrúlega flott jólatré, fann ekkert nógu lítið þannig að afgreiðslufólkið fann bara eitt risastórt og hjó það í parta fyrir mig - ótrúlega flott þjónusta sko !!

 

 


Bara hrein og klár letihelgi ..

Fór ekki að höggva jólatré með vinnunni í dag.  Sagði frá því í matarboðinu í gær að í ár myndi ég höggva mitt í eigið tré í stað þess að kaupa það hjá björgunarsveitinni eins og alltaf.  Júlli var ekki par ánægður með þetta sviksamlega athæfi og spurði hvort ég ætlaði að hringja í skógræktina þegar ég myndi týnast á fjöllum !!  Mun því kaupa mitt jólatré hjá Fiskakletti eins og alltaf.  Lofa líka að kaupa fullt af flugeldum : ) 

Var sem sagt í matarboði í gær þar sem allt flóði í frábærum mat, prófaði hreindýrapaté í fyrsta sinn í gær og fannst það hrikalega gott, auk þess sem að andarbringurnar stóðu algerlega upp úr.  Hef nefnilega aldrei verið neitt sérstaklega hrifin af villibráð og finn að ég er að byrja að meta þennan mat hægt og rólega.  

 Helgin annars bara nokkuð notaleg, kíkti með Andreu og Sollu á Ölstofuna á föstudagskvöldinu. Hittum Júlíu og svo Gurrý og Hrafnkel, enduðum að sjálfsögðu í pulsu með öllu áður en við krúsuðum heim í Hafnarfjörðinn !!

Fór sem sagt ekkert fyrir jólaundirbúningi þessa helgi, fór og keypti ljós í stofuna, forstofuna og svefnherbergið, byrjaði í IKEA, steig inn í búðina og hugsaði allan tímann, hate it hate it hate it ..... skrýtið að ég skildi ekki finna ljós þar !!  Ég bara hreinlega meika ekki þessa verslun ..

 En nú þarf maður að taka sig saman í andlitinu þessa fjóra daga fram að jólafrí, jább kæru vinir það er sko frí í minni vinnu á föstudag takk fyrir :)   

 

 


Ég er loksins orðin stór !!

Í fyrsta skipti á ævinni er ég að undirbúa jól eins og venjulegt fólk.  Ég er ekki að koma heim að norðan eða austan rétt fyrir jól.  Ég er ekki að vinna allan sólarhringinn eins og í fyrra þegar yfirmaður minn neyddist til að kaupa handa mér jólatré því ég hafði ekki tíma til þess og ég sé fram á að senda jólakortin fyrir jól, ekki eftir jól eins og í fyrra.

 Jamm, ég er sem sagt að þrífa íbúðina, svona alvörujólaþrif, skápar og gluggar og allur pakkinn, búin að fara í klippingu, neglur á morgun.  Búin að kaupa nánast allar jólagjafir, þökk sé Bostonferð og stefni ótrautt á að skrifa á jólakortin í kvöld, ég er sem sagt loksins orðin stór :)

World Class opnaði um helgina í Hafnarfirði, ég og Sara fórum og tókum út hlaupabrettin í gær, leit bara vel út, ekkert rosalega stór stöð en mjög björt og flott. Sagði upp kortinu mínu í Hress, afgreiðslukonan sem tók á móti beiðninni var afskaplega dónaleg sem er svoltið í takt við þjónustuna sem ég hef fengið þarna, nema hjá James sem er mjög góður þjálfari.  Vona að ég þurfi ekki að kaupa kort þar aftur !!

Hitti Þórólfana í vikunni þar sem Óli Ragnars sýndi okkur myndir frá Mont Blanc, þvílíkt flottar myndir og girnileg ferð !!!  Nú er bara að hafa af sumarið og setja MB á planið fyrir 2009 !!

 

 

 


Boston rokkar

Komin heim eftir frábæra ferð til Boston.  Frábær borg í alla staði, góður matur, gott að versla og vinalegir ameríkanar á hverju strái.  Tókum bílaleigubíl á vellinum sem Gurrý keyrði eins og atvinnudriver, þvílíkt svöl á því.   Vorum á ágætis hóteli, reyndar fannst nokkrum dömunum herbergið sitt ekki nógu fínt og tóku upp á að stífla klósettið til að fá upgrade. Það svínvirkaði og voru þær komnar í tveggja herbergja svítu áður en varði. 

Ferðinni var sem sagt eytt í að versla, borða og drekka bjór.  Takk dívur fyrir frábæra ferð :)

Svo er alltaf bæði erfitt og gott að koma heim,  hrikalega erfitt að fara í vinnuna þegar það eina sem mig langaði að gera var að sofa og sofa og sofa meira og fá mér svo bjór í morgunmat sem er leyfilegt í útlöndum en þykir benda til alvarlegs sjúkdóms þegar maður er heima hjá sér.  En verslaði gjörsamlega af mér rassgatið þrátt fyrir að hafa ekki keypt það eina sem var á innkaupalistanum, brodda og ísöxi.

Þetta var líklega síðasta utanlandsferðin á þessu ári, sjö stykki í valnum : )  -  Stefni á að gera enn betur á næsta ári, ekki spurning !!

 


x - dominos

Hélt partý fyrir nokkra X-dominos starfsmenn á föstudagskvöldinu. Grilluðum humar og staupuðum Tequila.  Held meira að segja að tequilað hafi verið mín hugmynd, sem segir ýmislegt um ástandið þar sem ég veit fullvel að ég má ekki undir neinum kringumstæðum drekka það án þess að verða snarklikkuð.

 Var enn ekki runnið af mér þegar ég heyrði í Júlíu morgunin eftir og var laugardagurinn eftir því.  Hausinn á kafi ofan í Gústafsberg milli þess sem ég horfði á 8 DVD myndir.  Stórkostlegur dagur í alla staði.   

Skelltum okkur svo í göngu á sunnudeginum, lélegar heimtur, ekki nema þrjú kvikyndi á ferð !!  Ætluðum á Skálafell á Hellisheiði en hættum við vegna þess hve blint var og gengum upp gilið fyrir ofan Hamragilsskálann.  Brutum allar fjallgöngureglur með því að fara á annan stað en upphaflega var planað og vera ekki með gps tæki.  Fygldum því bara línum og vegum svo að við yrðum ekki í vandræðum með að snúa við.   Blindbylur og hávaðarok.  Alveg þvílíkt hressandi, merkilegt hvað er gott að ganga í snjó.

 Komum við í Hellisheiðarvirkjum á heimleiðinni og fengum kakó með rjóma og fyrirlestur. 

 Bætti inn einn mynd af okkur Tobbu sem Viggi tók á símann sinn í ofurgöngu helgarinnar.

 

 

 


Hvað svo ?

Ekki enn komin vetur - bara svona hálfvetur .... fór og skoðaði skíði um helgina en sá engin svona úberkúl eins og mig langar í .   Er að plana skíðaferð til Ingþórs og Ollu eftir áramót þannig að það er ekki seinna að vænna að fara að splæsa í skíði. Hef annars bara átt ein skíði um æfina.  Keypti þau af Júlla þegar ég var 12 ára á 2500 krónur og notaði þar til í fyrra þegar ég gaf einhverri stelpu á Akureyri þau.  Skíðin eru sem sagt enn í notkun núna 20 árum seinna en þau voru æðilsleg skal ég segja ykkur - það verður örugglega erfitt að bonda við ný skíði.  Á reyndar bretti sem hefur lítið verið notað - held það sé á Hornafirði.  Man að þegar ég fór fyrst á brettið þá fékk ég harðsperrur í hendurnar vegna þess að ég var alltaf á hausnum og þurfti að hífa mig á lappir með höndunum.  Heyri bara í Murtaugh í Leathal Weapon þegar ég hugsa um það " I am to old for this shit "  .....

Stórfjölskyldan í heimsókn um helgina, Guðmunda kom fljúgandi frá Akureyri á meðan Gunnar Hersir var hirtur upp af djamminu og troðið upp í bíl á Hornafirði og brunað með í bæinn.  Pínu mannræningjaleg aðferð ...  duttu hér inn klukkan átta um morguninn og prinsinn enn svoltið vankaður.

Helgin fór almennt í pizzuát og svefn.   Fórum reyndar á IceFitness keppnina á laugardagskvöldinu. Þvílíkir kroppar !!  Mér finnst reyndar samanburðarhluti keppninnar eyðileggja svolítið annars skemmtilega keppni, sérstaklega þar sem hann gildir 40% !!  Þess vegna finnst mér þrekmeistarinn vera flottari keppni þar sem fólk þarf ekki að skera sig niður í ekkert í fitu til að taka þátt.   Er mjög mótfallinn því að skera mig niður í fitu, því þá þarf ég að minnka bjórdrykkju og hætt að borða beikon.  Hvað er gefandi við það ??

 Svo er bara komin ný og dimm vika.  Vona að Þórólfum langi í göngu um helgina því að ég þarf að komast út í dagsbirtu. 


Föstudagur til pizzuáts ..

Boston eftir tvær vikur, búið að panta hvað á að borða í hádeginu og á kvöldin !!

Var að horfa á Kastljós í vikunni, þar var umræða um að námsmenn gætu ekki keypt sér íbúðir. BÚHÚ.  Af hverju á maður að geta keypt sér íbúð á meðan maður er í námi ?  Á maður ekki akkúrat á þessum tímapunkti að vera fátækur námsmaður sem þarf að skrimta og spá í peningana. Nei nei ekki lengur, nú á maður bara skilið að geta keypt sér almennilega íbúð, reyndar þurfti stelpugreyið að takmarka leit sína við íbúðir sem kosta 20Mkr í stað 25-30 eins og henni langaði í.

Síðan er ég enn ekki búin að jafna mig á því að Robbie Willians hafi tekið lagið LOLA og bara gjörsamlega skitið upp á bak við að flytja það.  Er ekkert heilagt ? Hvað verður næst, gamlir Zeppelin slagarar.   Ef hann hefði tekið Frank Zappa eða Neil Young hefði mér verið sama.  Kunni aldrei við þá,  á enn slæmar minningar frá því þegar Nökkvi og Ingþór rúntuðu með okkur Hædu, spiluðu Frank Zappa og reyktu vindla með lokaðan glugga þannig að ég þurfti að henda fötunum mínum þegar ég slapp úr bílnum.

 Já þeir hafa sko ýmislegt á samviskunni skal ég segja ykkur !! 

 Helgin framundan - ætla að hafa það notalegt - skella mér kannski í eina göngu eða svo eftir því hvað ég verð fersk, er reyndar búin að lofa mér í stærðfræðikennslu, Guðmunda að koma frá Akureyri með fulla tösku af bókum.  Verra með Söru, kann bara ekki hornafræðina sem hún er að læra. Man að ég féll einu sinni á prófi í Versló og það var í Hornafræðiáfanganum.  Það var bara eitthvað ekki að ganga upp í hausnum á mér.  N.b. þetta var á þeim tíma sem ég mætti í skólann og lærði líka.  Getur verið að Þórdís teiki líka og fái kennslu í leiðinni. Hún er með rosalega skrýtna stærðfræðibók, get ekki ímyndað mér hvernig einhver krakki getur lært stærðfræði af henni - ég get alla vega ekki reynt að rifja upp eftir þessari bók og hún er í áttunda bekk. 

 En nú er pizzan að detta inn úr dyrunum ...... slef slef


Árshátíð í Ölfusborgum

Snilldarhelgi að baki.  Lögðum af stað í svartaþoku yfir Hellisheiði á föstudagskvöldinu og vorum því fljótt komin yfir í Ölfusborgir.  Skriðum að sjálfsögðu strax ofan í pottinn með bjórinn ...

Nusco í morgunmat - ekkert sem veitir betri orku fyrir göngu en þykkt lag af Nusco :)

Flott ganga í flottu veðri - alltaf skal manni líða jafn vel þegar maður er komin af stað út í náttúruna.  Þetta er svæði er líka mjög skemmtilegt.  Létum svo líða úr okkur í pottinum á meðan að Viggi grillaði lærin,  slef slef,  ótrúlega flottur matur í alla staði. 

Takk fyrir ótrúlega góða helgi !! læt ákvarðanir næsta árs fylgja hér með ....

MAI 2008  - Birnudalstindur

JÚNÍ 2008 - Kverkfjöll eða Kerlingafjöll já eða bæði :)

JÚLÍ 2008 - Glerárdalshringur

JÚLÍ 2008 - Hornstrandir - Partur IV

ÁGÚST 2008 - Skálaferð um Strútsstíg

 Þannig að eins og þið sjáið þá er nóg að gera og eins gott að fara að koma sér í almennilegt form. Ætla ekki að horfa á rassinn á næsta manni upp brekkurnar næsta sumar - megið horfa á minn í staðinn til tilbreytingar :)

 

 

 

 

 

 

 

 


Það er bara ekkert að gerast !!

Ég sver það, það er bara ekkert að gerast !!

Sumarbústaðaferð Þórólfa framundan, þá gerist örugglega eitthvað skemmtilegt :)  Hlakka allavega hrikalega til að liggja í heita pottinum á meðan að Viggi grillar.  Veit að Arnar er heima á skeljunum að biðja fyrir óveðri svo við þurfum ekki að ganga neitt og getum eytt meiri tíma í að borða.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband