1.11.2007 | 23:40
Andrea Bocelli
Jebb fór á tónleika, hvað skal segja. Held ég hafi farið of snemma til að vera dómbær á þá, skilst að þeir hafi verið frábærir eftir hlé :) Fór líka út í hlé á Tenacious D með Jack Black en held að það hafi verið góður leikur.
Þekkti engin lög og fannst Egilshöllin steríl, ætli ég sé neikvæð ? Kokteilboðið á undan var fínt, reyndar var rosalega dimmt og ég sá ekki matinn sem var í boði, verð að sjá hvað ég borða, af því maður er það sam maður borðar og ég vil sko vita hver ég er !! Verð reyndar líka helst að sitja þegar ég borða, það er ekkert líf að borða standandi, nema kannski mögulega á leiðinni heim af djamminu, samt ekki einu sinni þá, maður kaupir bara Hlölla og tekur hann með sér heim og borðar í sófanum. Regína getur til dæmis aldrei beðið, úðar honum alltaf strax í sig, held meira að segja að hún hafi kynnst Gumma í röðinni á Hlölla :) . En ég sá áfengið alveg nógu vel .....
Fór svo í ekta íslenska sviðaveislu í kvöld, já fékk sko alvöru sviðin svið, ekki þetta hvíta rusl sem maður kaupir í búðinni. Skyldi það hafa verið tilskipun frá Evrópusambandinu að hér skyldu ekki lengur svört svið étin ? Reyndi við efri kjamma, reif af honum hnakkaspikið og sá strax að það var allt of mikið af gumsi sem ég gat ekki neglt niður hvað var þannig að ég skilaði honum og fékk mér bara annan neðri kjamma :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30.10.2007 | 22:50
110 % af hámarkspúls
Bara ein spurning:
Fór í göngu og samkvæmt púlsmælinum mínum þá var púlsinn hluta tímans 10% yfir hámarkspúls.
Hefði ég þá ekki átt að springa og koma heim með augun niðrá kinnum ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.10.2007 | 21:06
Jólinskíj
Missti alveg af Danmörku, fór í vinnu og úr og beint aftur á völlinn þar sem ég var svo þreytt að ég nennti ekki einu sinni að reyna að versla neitt. Keypti mér reyndar eitt stykki flakkara - jebb komin í tækjamannatölu. Hann er reyndar enn i kassanum og verður sennilega þar fram að jólum.
Gerði nú ekkert stórkostlegt um helgina, sló næstum þvi mohito metið, 7 drykkir í beit á 101 með Svövu og Helgu, alltaf jafn hrikalega gott. Brunch með Júliu á brennslunni á sunnudeginum og bara almenn notalegheit.
Síðan helltist jólagleðin yfir mig í gær - allt alhvítt og stórum flygsum kyngdi niður, beint niður ( eins og á Akureyri ) ekki svona á hratt á hlið með rigningarlegu ívafi eins og vanalega. Var reyndar tjáð það í vinnunni að sjór is bad for business og því illa séð að ég sé að dansa snjódansinn þegar framleiðslan er í molum !! Gerðum málamiðlun að þann 20. des mætti ég fagna ef það væri enn snjór. En viti menn - í dag var hann farinn, komin rok og rigning og allt eins og það á að vera !!
Árshátíð Þórólfa nálgast óðfluga og stefnt er á Heklugöngu - en það er bara að því það hljómar rosalega kúl. Förum auðvitað ekkert þangað þvi það verður pottþétt rok og rigning og bara veður til að vera með bjór í heita pottinum :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.10.2007 | 17:31
Helgarpakkin
Frekar notaleg helgi að baki.
Þrír Þórólfar mættu í göngu á sunnudegi, ég, Tobba og Vignir. Fórum á Trölladyngju og gátum þar af leiðandi strikað út eitt fjall úr tindabókinni. Skemmtileg ganga, góð tilbreyting frá Helgafellinu. Var reyndar svo bílveik á leiðinni að fjallinu að ég var rétt búin að ná eðlilegum lit þegar við snerum aftur heim !!!
Horfið einhver á gerð Bjólfskviðu í gær ? Talandi um röð óheppilegra atvika. Held að ógæfan hafi byrjað þegar að allsherjargoðinn blessaði tökuliðið og strax í kjölfarið flaug leikstjórinn á hausinn og stuttu seinna einhver annar. Síðan var byrjað að taka myndina og dag eftir dag dundi á þessu fólki hver ósköpin á eftur öðru, það var yfirleitt svona veður eins og er í dag, annað hvort svo mikið rok að það var ekki stætt úti eða þá að það rigndi svo mikið að gerviskeggið hélst ekki í andlitinu á leikurunum. 8 bílar skemmdust við tökur, t.d. var leikstjórinn í eitt skipti að sannfæra framleiðandann um að það væri að fara að lægja og þeir gætu bráðum haldið áfram þegar afturrúðan á bílnum sem þeir sátu í smallaðst þegar það fauk eitthvað í hana. Einn daginn þá var sviðsmyndinn öll fokin eins og hún lagði sig, einu sinni kviknaði í sviðsmyndinni í miðri töku, víkingaskipið lak svo mikið að það sökk næstum því á lóninu og leikararnir og tökuliðið hótuðu að hætta í hverri viku þar sem þeir fengu ekkert greitt. Sturla Gunnarsson leikstjóri er held ég bara algjör hetja. Það er bara ótrúlegt að honum skildi takast að klára verkið án þess að verða hælismatur. Já gleymdi að nefna að einu sinni var tökustaðurinn sem var búið að velja horfin, hluti af Reynisfjöru hvarf í einu óveðrinu :)
En ný vika og ný gleði, fer í vinnuferð til Danmerkur á miðvikudag og kem ekki aftur fyrr en á föstudag. Á enn eftir að segja yfirmanni mínum að ég sé að fara til Boston í lok nóvember. Geri það þegar ég kem heim frá DK :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.10.2007 | 10:11
Mýrin
Horfði á Mýrina í gær !
Skemmtileg mynd í alla staði, góðir leikarar, brilliant húmor og allur pakkinn en hvað er málið með tónlistina. Hún truflaði mig þvílíkt, langaði á tímabili að hafa bara íslenskan texta og mute. Tónlistin sem sagt truflaði mig meira en litirnir - af hverju þarf allt að vera dimmt, og hálf svarthvítt þegar mynd er tekin upp á Íslandi ? Þegar ég sit í eldhúsinu mínu og tala við einhvern ( sem gerist nánast aldrei þar sem eldhúsið er aldrei notað ) þá skynja ég ekki þessa bláu liti og þegar fólkið í myndinni situr í eldhúsinu sínu að tala saman. Allt litlaust, hvað er það ? Af hverju er verið að blanda e-u listrænu crappi við svona mynd, átti þetta ekki að vera spennumynd. Hver nennir að horfa á listræna spennumynd ?
Þessi lýsing minnti mig mest á þegar það voru gerðir þættir á RÚV um landsbyggðina ( og greinilegan hrylling þess að búa á landsbyggðinni ) Einn þátturinn var tekinn upp á Kópaskeri og öll myndatakan fór fram í miklum byl og myrkri sem sýndu mannlausar rólar sveiflast í rokinu. Þvílík eymd. Alltaf eftir þetta hugsaði ég um kópasker og fékk hroll.
Fæ hann reyndar ekki í dag því ég fór í heimsókn þangað og sá hvað þessi staður var í raun fallegur :)
Kv
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.10.2007 | 19:43
Flúðasveppir
Frábær helgi að baki !!
Stórfjölskyldan skundaði á FLÚÐIR að halda upp á 65 ára afmæli móðurinnar. Mættum galvösk á Hótel Flúðir á laugardeginum, tókum smá rúnt og fórum svo bara að græja okkur fyrir matinn. Við vorum 19 í allt, mamma, við systkinin og makar, Júlía sem flokkast eiginlega undir bæði :) , Sigurbjörg Sara,Þórdís Karen, Fanný Dröfn, Ína, Orri og Gunnar. Síðan voru tveir leynigestir sem við höfum ekki séð lengi en Jobbi og Anna birtust, mömmu alveg að óvörum.
Flottur matur og góð þjónusta í fínu umhverfi. Skelltum okkur svo á Útlagann sem er skemmtistaður Flúðverja. Þurftum að draga Söru með okkur þar sem að hún var farin að sofa !! Það var ótrúleg stemmning sem kom okkur verulega á óvart. Einhverjir Flúðasveppir að spila og held ég hafi náð að dansa álíka mikið og í brúðkaupinu hjá Helgu Fjólu um daginn, og það met var sko ekki auðslegið. Þarna voru að sjálfsögðu allir aldurshópar og voru Ína, Gunnar og Orri engir eftirbátar á dansgólfinu. Nú eins og sönnu sveitafólki sæmir var boðið í eftirápartý :) Sem betur fer, munaði samt alveg ótrúlega litlu, ákváðum við Júlía að fara heim á hótel í staðinn !! Eigum það bara inni. Nú Bryndís, ferðafélagi minn með meiru lét sig að sjálfsögðu ekki vanta, var á ráðstefnu á sama hóteli Á FLÚÐUM !! eins og maður sé alltaf á ferðinni þangað. Þið getið því rétt ímyndað ykkur hvað hann Einar, verðandi eiginmaður Bryndísar varð glaður þegar hann frétti að ég væri á Flúðum líka og þar af leiðandi kæmi hún líklega ekkert heim fyrr en daginn eftir. Bryndís þú ert snillingur ( sorry Einar, vona að ég sé komin aftur í náðina :) )
Við náttúrulega héldum smá eftirpartý sjálf á hótelinu eins og alltaf - sungum samt ekki við Utangarðsmenn eins og við systkinin gerum ósjaldan við slíkar aðstæður :) - Kenni Arnari um að hafa klikkað á tónlistinni.
Minnið var svo oggu gloppótt daginn eftir því að Regína kom inn á herbergi til mín með eitt stígvél sem ég átti og fór greinilega úr inni á herbergi hjá henni kvöldið áður. Nú hófst þá leitin að hinu stígvélinu, verð að viðurkenna að það var svolítið neyðarlegt að þurfa að spyrja manninn í móttökunni hvort að hann hefði fundið eitt stígvél !! Það fannst reyndar svo fyrir rest, löngu eftir að ég var farinn og búin að afskrifa það. Stígvélið var svo bara inní sængurfötunum í rúminu hjá Gumma. Getið ímyndað ykkur hvernig líðanin var hjá honum þann daginn fyrst hann fann ekki fyrir því þegar hællinn stakkst í bakið á honum :)
Anyways, alveg hrikalega vel heppnuð helgi. Hlakka til næsta stórafmælis :)
En minni Þórólfa á Helgafellið klukkan 17:15 á morgun :) á slaginu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.10.2007 | 21:58
I dont like mondays ...
Af hverju er mánudagar ALLTAF svona erfiðir ??
Svaf eins og engill en gat samt með engu móti vaknað í morgun, Júlía beilaði á ræktinni í morgun sem gaf mér góða afsökun til að beila líka :) - Mætti ekki í vinnunna fyrr en seint og um síðir og þurfti að berjast við að halda athyglinni við verkefni dagsins !!
Stefni á að mæta á réttum tíma í vinnuna á morgun :) og stefni að því að reyna aldrei aftur að fara í ræktina fyrir vinnu :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.10.2007 | 23:21
Notaleg hausthelgi ..
Frábær helgi að baki.
Beta og Emil komin heim frá Sardiníu, alsæl.
Kíkti á Helgafellið með örfáum Þórólfum, að ganga i svona veðri kveikir alltaf í manni þannig að það var strax byrjað að plana næstu göngur, kíktum svo í kaffi til Arnars á eftir þar sem að það var haldið áfram að plana ... Regínaog Júlía kíktu svo í mat og Viggi mætti stuttu seinna á mótorhjólinu og þá var sko virkilega farið að plana. Það sem er á komið á planið er:
Birnudalstindur - aftur á dagskrá í vor
Glerárdalshringur - stefnt á að klára hringinn
Laugarvegurinn á sólarhring ( æfing fyrir Glerárdalshringinn )
og svo náttúrulega ÁRSHÁTÍÐ !!!!!
En ætla að fara að sofa - búin að lofa Júliu að hitta hana í ræktinni klukkan hálfátta í fyrramálið þar sem að Helgafallið steinlá engan veginn :(
Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.10.2007 | 21:55
Mér finnst rigningin góð ....
London var algjör snilld, ég og Bryndís lentum á föstudegi í ausandi rigningu þannig að við neyddumst til að sitja og drekka bjór allan daginn : ) - hittum svo Rán eftir vinnu og eyddum kvöldinu heima í slotinu hennar. Skemmti mér rosalega vel enda erfitt að leiðast í þessum félagsskap, skál í boðinu og takk fyrir frábæra helgi.
Annars er lítið um að vera - nóg að gera í vinnunni en er samt alltaf búin snemma, komin heim klukkan sex á daginn sem er algjör lúxus.
Hvað þýðir það þegar maður þarf allt í einu að hlægja ótrúlega mikið af sjálfum sér ? Var að hugsa um hvernig ég gæti hrekkt frænkuna sem er í pössun hjá mér og áður en ég komst í verkið þá var ég búin að hlægja svo mikið af sjálfri mér að ég nennti ekki að framkvæma verkið !! Ætli ég sé endanlega að verða klikkuð ???'
Er að reyna að skilja veðurspána - verður rigning eða ekki á laugardag ? missti af krakkaveðrinu og er þess vegna svoltið í myrkrinu hérna !! Spurning um að fara í göngu á laugardag, veitir ekki af að fara að koma sér í smá gönguform eftir frekar góða pásu. Hætta að væla yfir því að það sé alltaf rigning og fara bara í regnfötin, held reyndar að ofurregnjakkinn minn mígleki :(
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.9.2007 | 20:18
Breytingar
Ætla að prófa að blogga aðeins aftur - núna hef ég enga afsökun lengur því að allt í einu er ég ekki að vinna allan sólarhringinn. Hef til dæmis enga afsökun fyrir því að fara ekki í ræktina, fer samt aldrei.
Ég er sem sagt komin í nýja vinnu og það breytir sko ýmsu
t.d þarf ég núna ekki að vakna fyrr en á slaginu 09:00 í stað þess að vakna 08:45 - er þrjár mínútur sléttar á leiðinni í vinnuna sem er algjör snilld.
Er hætt að borða pizzur í hádeginu og á kvöldin og í kaffitímanum. borða þær bara á kvöldin núna
Er hætt að drekka bjór í vinnunni á föstudögum - þarf reyndar að koma þeim sið á í nýju vinnunni !!
Er ekki allllltaf að vinna og hef allt í einu fullt af tíma : ) - sem ég kann ekki ennþá alveg að nýta.
En að öðru þá ætlum við Bryndís að skella okkur til London í fyrramálið að heimsækja Rán, Stefnum á að toppa ferðina okkar til kaupmannahafnar þar sem víð sátum á þakinu á hótelinu heilan dag og sötruðum hvítvín og sleiktum sólina, það var snilldarferð.
Annars legst veturinn bara vel í mig - nóg að gera framundan. Þurfum bara að fara að skella okkur í nokkrar göngur þegar veðrið skánar.
Best að fara að finna passan ....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)