25.2.2007 | 22:36
Og tíminn flýgur
Ég er skíthrædd þessa dagana vegna þess hve tíminn rýkur áfram ....
Ég hélt áfram veitingahúsaferðum mínum í vikunni - fór á Galíleó með vinnufélögunum á þriðjudagskvöldið í tilefni árshátíðar fyrirtækisins. Maturinn var bara svona í meðallagi, ekkert vondur en heldur ekkert sérstakur. Árshátíðin var svo haldin á Pravda og tókst bara þokkalega.
Hitti Bryndísi í hádeginu á fimmtudeginum á VOX - það er alltaf snilld, SUSHI og hvítvín - nammi namm. Við vinkonurnar hittumst svo um kvöldið hjá Thelmu og skipulögðum útlandaferðir og dekur :)
Afmæli hjá Lilju á laugardagskvöldi - takk fyrir frábært kvöld, skemmti mér frábærlega og ekki spillti hinn frábæri gítarleikari Þorvaldur fyrir með snilldartöktum.
Er annars bara að vinna eins og vanalega :( - klukkan að verða ellefu á sunnudagskvöldi og mig langar heim.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.2.2007 | 17:05
Til hamingju með bolludaginn !!
Hreint út sagt frábær snilldarhelgi - byrjaði laugardaginn á að vera arfaþunn, fékk svo mígreni í kjölfarið sem var að trufla mig afganginn af helginni auk þess sem ég át yfir mig af bollum og fékk í magann ... halllllló hvað er í gangi hérna ?????
Fór í dekur á föstudag með kvensunum úr vinnunni - fór í heilnudd sem var alveg hrikalega gott. Þegar ég lagðist á bekkinn spurði nuddarinn hvað væri að mér, ég náttúrulega svaraði að það væri ekkert að mér, ég væri bara lítill letipúki sem þætti gott að fara í nudd. Nú þá kom svona skítaglott á hann og hann byrjaði að ýta rosalega fast á bakið á mér og viti menn það var sko bara ekkert allt í lagi - ein rjúkandi rúst - get sem sagt bætt því samviskusamlega á sjúkralistann.
Fórum á 101 á eftir að borða og horfa á Jude Law sem voru svona einskonar sárabætur fyrir annars ömurlega máltíð - pantaði mér kálfakjöt og bjóst við að fá svona meyran og nett rauðan kálf í sneiðum. Fékk þess í stað Kálfasnitzel, steikt upp úr hveiti með Pasta on the side. Hrikalega ógirnilegur og ósmekklegur diskur í alla staði !! Mæli ekki með þessu .....
Gerði annars ekki neitt um helgina, nema að horfa á vini og fara ekki í fjallgöngu !!
Og þar sem Víkingur fór á Helgafellið um helgina hef ég ákveðið að bæta honum á blogglistann minn. Reyndar voru engin vitni af þessari ferð fyrir utan systkini hans ... þannig að mér finnst alveg jafn líklegt að þau hafi bara farið beint á Hringbrautina og beðið eftir bollukaffi.
En nú er ég að fara að gera mig klára fyrir kvöldið - ætla að fá mér túnfisksteik á Oliver :)
Finnst eins og þetta sé að verða svona matar og sjúkrasögublogg ....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.2.2007 | 20:12
Janúarlok jibbý skibbý
Jamm nú er þessi leiðinlegast mánuður ársins loksins búin, hann reyndar leið ótrúlega hratt og örugglega.
Fórum á Esjuna í dag í glæsilegu veðri - því miður var frammistaða mín ekki jafn glæsileg. Ætla að rífa sundur skóna mína þar sem hef Júlíu sterklega grunaða um að hafa sett blýsökkur í sólana. Mér leið allavega þannig. Getur líka verið að þetta hafi verið svona erfitt af því að ég drakk engan bjór um helgina og líkaminn hafi verið í sjokki .. maður spyr sig.
Skelltum okkur svo í heita pottinn á eftir sem var ótrúlega hressandi - sólin skein í gegnum gufuna og ég bara byrjaði að hlakka til sumarsins.
Það gerðsit nákvæmlega ekkert skemmtilegt þessa viku - byrjaði ömurlega á því að bíllinn minn stóð á felgunni á mánudagsmorgunin. Ég nennti engan vegin að fara að skipta um dekk þann að ég tók leigubíl í vinnunna. Lét svo verða að því að skipta um kvöldið og það ætlaði aldrei að hafast - varadekkið er svo stórt að ég þurfti að nauðga því undir bílinn og nú viku seinna lítur bíllinn minn ennþá út eins og kallinn í TOP SECRET sem var með eitt venjulegt auga og eitt risastórt. Kannski ég hafi það að ná í helv.... dekkið á morgun !!
Stefni á viðburðaríkari viku ... :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.1.2007 | 20:22
Erfiðir janúardagar
Fór á Sjávarkjallarann á sunnudagskvöldið - YUMMI góður matur og góð þjónusta, verð reyndar að viðurkenna að mér finnst túnfiskurinn á Óliver betri !! En túnfiskur er klárlega með því betra sem maður fær.
Beta og Emil og litla dýrið þeirra búin að vera í bænum alla vikuna, ég held að þau hafi verið hálf fegin að komast með barnið burt frá mér þar sem ég ruglaði svo í henni að hún fékk hita.....
Annars allt tíðindalaust - braut símann minn og fékk annan að láni þar til nýr sími yrði klár. Ég er ekkert viss um að ég vilji láta lánssímann af hendi þar sem hann er þeim eiginleikum gæddur að hann hringir nánast aldrei heldur fær fólk bara talhólf og hefur þetta skapað ómældan vinnufrið.
Esjan á dagskrá um helgina - næ líklega betri tíma en síðast þar sem það er alveg örugglega ekki hægt að vera lengur en ég var .... annars langar mig bara að sofa og sofa og sofa þessa dagana
Og já - Barnaland - hvað er það ? Hef hingað til ekki skammast mín fyrir að vera kvenmaður - verið frekar stolt af því bara þangað til ég rambaði inn á þessa ótrúlegu spjallsíðu. Ótrúlega gefandi samræður !!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.1.2007 | 13:56
Vikulok
Enn ein frosavikan búin og allt í eðlilegum skorðum ...
Fór til tannlæknis á mánudag vegna þess að ég fann til í rótfylltu tönninni minni sem maður á þar af leiðandi ekkert að finna til í. Nú tannlæknirinn fór að spyrja mig út í tönnina ... hvar hún hefði verið rótfyllt, hvenær hún hefði verið rótfyllt og hver hefði gert það og þegar ég fór svona að rifja upp tannlæknasöguna í stólnum þá mundi ég að tannlæknirinn minn á Akureyri, hann Egill, sem mér fannst æðislegur af því ég fékk einu sinni gas hjá honum og hef alla tíð síðan langað að eiga svona gas í kút heima í stofu, hefði byrjað að rótfylla þessa tönn en síðan þegar átti að leggja lokahönd á verkið þá var hann í frí en hinn Búlgarski tannlæknir Ari leysti hann af. Ari þessi skildi litla íslensku og enga ensku þannig að það var svolítið erfitt að eiga tjáskipti við hann. En ég samt skildi að hann ætlaði að setja silfur þar sem allir heilvita íslenskir tannlæknar sem hugsa kannski meira um útlit en endingu hefðu sett hvíta gumsið. Nú hann Ari var alveg harður á þessu og ég lá í stólnum í svona stellingu þar sem blóðið rennur allt niður í hausinn á manni og reyndi að ná athygli klinkunnar sem á endanum fattaði hvað var í gangi og hringdi í Egil því henni leist heldur ekkert á þetta .... Egill leiðbeindi manninum um gildi fegurðar umfram allt og ég fékk svona hvítt plast og gat brosað í hringi á eftir.
Óttar vinur minn kíkti svo í mat á þriðjudag .. hann reyndar kom með mat fyrir sig með sér af því hann treystir því ekki að hann fái e-a almennilegt að borða þegar hann kemur í heimsókn, við fengum okkur svo rauðvín, hann með plokkfisknum sem hann keypti á umferðarmiðstöðinni og ég með kjúkklingabringunum sem ég keypti í bónus.
Síðan kallaði ég eftir bjórsendingu úr næsta húsi og brást Snævar Dagur við af mikilli snerpu og kom hlaupandi með allan þann bjór sem hann fann í ískápnum heima hjá sér. Þess má geta að meðan unglingurinn var að bera áfengi milli húsa voru foreldrarnir á vímuvarnarforvarnarfundi .....
Svo er það nýji einkaþjálfarinn hann James ... bara helvíti góður að keyra okkur systur áfram. Hann er reyndar ennþá að lesa matardagbókina sem við skiluðum í síðustu viku þar sem hann hefur aldrei fengið matardagbók í nokkrum bindum áður !!
En nú er komin helgi - thank god.. kíkti á Regínu og Gumma í Buzz á föstudagskvöldinu - kom reyndar við í birgðastöðinni í miðröðinni og náði í rauðvín á leiðinni. Ég er ansi hrædd um að einhver brögð hafi verið í tafli þar sem í tveimur leikjum skíttapaði ég, og það fyrir Regínu ... halló hvað er að gerast ??
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2007 | 20:37
SPLÚNKUNÝTT BLOGG
Nýtt ár - nýtt blogg
Strengdi fullt fullt af áramótaheitum eins og vanalega enda afskaplega bjartsýn kona að eðlisfari !!´
Frábær helgi að baki:
Halldóra og Benni í skreppferð ... ákváðu að skella sér í bæinn þar sem þeim leiddist á Hornafirði ( merkilegt að þau skuli ekki vera alltaf í bænum :) )
Keypti hrikalega flotta skó í kjölfarið - fór aldrei þessu vant með Halldóru að versla en yfirleitt fer hún bara í flísabúðir og Húsasmiðjuna og einhverjar hrikalega leiðinlegar búðir þegar hún kemur hingað, komst líka að því að Benni er liðtækur sjoppari. Yfirleitt fer ég bara að versla þegar Elísabet kemur í bæinn - verst að við höfum svo rosalega líkan fatasmekk að við kaupum alltaf eins hluti...
Átum okkur svo á bakið á Fridays og hneyksluðumst á því hvað afgreiðslufólkið var latt að bera í okkur bjór ... hefði líklega þurft að bæta við manneskju á vaktina til að anna okkur ... við erum einfaldlega drykkfelld fjölskylda !!
En ESJAN var síðan tekið með trompi á sunnudeginum ... ef 1.5 klst upp að steini kallast tromp :) - Var hrikalega lengi að ösla í snjónum þarna upp ... en veðrið var flott og ég líka.
Síðan var sumardagskrá Þórólfs skipulögð og greinilega hugur í fólki ....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)