Vikulok

Enn ein frosavikan búin og allt í eðlilegum skorðum ...

Fór til tannlæknis á mánudag vegna þess að ég fann til í rótfylltu tönninni minni sem maður á þar af leiðandi ekkert að finna til í.  Nú tannlæknirinn fór að spyrja mig út í tönnina ... hvar hún hefði verið rótfyllt, hvenær hún hefði verið rótfyllt og hver hefði gert það og þegar ég fór svona að rifja upp tannlæknasöguna í stólnum þá mundi ég að tannlæknirinn minn á Akureyri, hann Egill, sem mér fannst æðislegur af því ég fékk einu sinni gas hjá honum og hef alla tíð síðan langað að eiga svona gas í kút heima í stofu, hefði byrjað að rótfylla þessa tönn en síðan þegar átti að leggja lokahönd á verkið þá var hann í frí en hinn Búlgarski tannlæknir Ari leysti hann af.  Ari þessi skildi litla íslensku og enga ensku þannig að það var svolítið erfitt að eiga tjáskipti við hann.  En ég samt skildi að hann ætlaði að setja silfur þar sem allir heilvita íslenskir tannlæknar sem hugsa kannski meira um útlit en endingu hefðu sett hvíta gumsið.  Nú hann Ari var alveg harður á þessu og ég lá í stólnum í svona stellingu þar sem blóðið rennur allt niður í hausinn á manni og reyndi að ná athygli klinkunnar sem á endanum fattaði hvað var í gangi og hringdi í Egil því henni leist heldur ekkert á þetta .... Egill leiðbeindi manninum um gildi fegurðar umfram allt og ég fékk svona hvítt plast og gat brosað í hringi á eftir. 

Óttar vinur minn kíkti svo í mat á þriðjudag .. hann reyndar kom með mat fyrir sig með sér af því hann treystir því ekki að hann fái e-a almennilegt að borða þegar hann kemur í heimsókn, við fengum okkur svo rauðvín, hann með plokkfisknum sem hann keypti á umferðarmiðstöðinni og ég með kjúkklingabringunum sem ég keypti í bónus. 

Síðan kallaði ég eftir bjórsendingu úr næsta húsi og brást Snævar Dagur við af mikilli snerpu og kom hlaupandi með allan þann bjór sem hann fann í ískápnum heima hjá sér.  Þess má geta að meðan unglingurinn var að bera áfengi milli húsa voru foreldrarnir á vímuvarnarforvarnarfundi .....  

Svo er það nýji einkaþjálfarinn hann James ... bara helvíti góður að keyra okkur systur áfram. Hann er reyndar ennþá að lesa matardagbókina sem við skiluðum í síðustu viku þar sem hann hefur aldrei fengið matardagbók í nokkrum bindum áður !!

En nú er komin helgi - thank god..  kíkti á Regínu og Gumma í Buzz á föstudagskvöldinu - kom reyndar við í birgðastöðinni í miðröðinni og náði í rauðvín á leiðinni. Ég er ansi hrædd um að einhver brögð hafi verið í tafli þar sem í tveimur leikjum skíttapaði ég, og það fyrir Regínu ...  halló hvað er að gerast ??

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband