25.1.2007 | 20:22
Erfiðir janúardagar
Fór á Sjávarkjallarann á sunnudagskvöldið - YUMMI góður matur og góð þjónusta, verð reyndar að viðurkenna að mér finnst túnfiskurinn á Óliver betri !! En túnfiskur er klárlega með því betra sem maður fær.
Beta og Emil og litla dýrið þeirra búin að vera í bænum alla vikuna, ég held að þau hafi verið hálf fegin að komast með barnið burt frá mér þar sem ég ruglaði svo í henni að hún fékk hita.....
Annars allt tíðindalaust - braut símann minn og fékk annan að láni þar til nýr sími yrði klár. Ég er ekkert viss um að ég vilji láta lánssímann af hendi þar sem hann er þeim eiginleikum gæddur að hann hringir nánast aldrei heldur fær fólk bara talhólf og hefur þetta skapað ómældan vinnufrið.
Esjan á dagskrá um helgina - næ líklega betri tíma en síðast þar sem það er alveg örugglega ekki hægt að vera lengur en ég var .... annars langar mig bara að sofa og sofa og sofa þessa dagana
Og já - Barnaland - hvað er það ? Hef hingað til ekki skammast mín fyrir að vera kvenmaður - verið frekar stolt af því bara þangað til ég rambaði inn á þessa ótrúlegu spjallsíðu. Ótrúlega gefandi samræður !!!!
Athugasemdir
Túnfiskur eldaður á réttan máta toppar nánast allt sem maður slafrar.... Sá besti sem ég hef fengið var etinn á stað í Seattle sem ég man ekki hvað heitir en sá næstbesti var snæddur á Trocadero í Reykjavík (minnir mig)
.....................
Eiður Ragnarsson, 26.1.2007 kl. 08:21
Pulsa með öllu og Appelsín, bragðast best ef að það eru setta sikrka 50 pulsur saman í pott, það kemur svo skemmtilegt eftirbragð.
Ingþór (IP-tala skráð) 26.1.2007 kl. 17:56
blessud!!! Gaman ad tu skulir vera komin i samband aftur... farin ad sakna tin.
Ef eg hefdi verid i heimsokn ta hefdi bara verid drukkid og ekkert etid...
Er ad skoda adstaedur i Barbados fyrir friid titt i sumar....tetta litur bara vel ut...
Knus,
Ran
Ran (IP-tala skráð) 28.1.2007 kl. 00:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.