4.2.2007 | 20:12
Janúarlok jibbý skibbý
Jamm nú er þessi leiðinlegast mánuður ársins loksins búin, hann reyndar leið ótrúlega hratt og örugglega.
Fórum á Esjuna í dag í glæsilegu veðri - því miður var frammistaða mín ekki jafn glæsileg. Ætla að rífa sundur skóna mína þar sem hef Júlíu sterklega grunaða um að hafa sett blýsökkur í sólana. Mér leið allavega þannig. Getur líka verið að þetta hafi verið svona erfitt af því að ég drakk engan bjór um helgina og líkaminn hafi verið í sjokki .. maður spyr sig.
Skelltum okkur svo í heita pottinn á eftir sem var ótrúlega hressandi - sólin skein í gegnum gufuna og ég bara byrjaði að hlakka til sumarsins.
Það gerðsit nákvæmlega ekkert skemmtilegt þessa viku - byrjaði ömurlega á því að bíllinn minn stóð á felgunni á mánudagsmorgunin. Ég nennti engan vegin að fara að skipta um dekk þann að ég tók leigubíl í vinnunna. Lét svo verða að því að skipta um kvöldið og það ætlaði aldrei að hafast - varadekkið er svo stórt að ég þurfti að nauðga því undir bílinn og nú viku seinna lítur bíllinn minn ennþá út eins og kallinn í TOP SECRET sem var með eitt venjulegt auga og eitt risastórt. Kannski ég hafi það að ná í helv.... dekkið á morgun !!
Stefni á viðburðaríkari viku ... :)
Athugasemdir
muuuhhhahahahaha.. i makes me happy, that your week was crappy...
yours truly and evil as always,
count Olaf
Count Olaf (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 11:45
Já ég ætla að vera langt LANGT á undan að klára Glerárdalshringinn í sumar, þó það kosti að þú fáir engan bjór og að þú verðir með blýsökkur frá heilum togara undir sólunum:-P
Kristjánsdóttir, 5.2.2007 kl. 17:52
af hverju er ég ekki á blogglistanum þínum??? alveg róleg með þetta "þórólfur bara þórólfur, allir sem ekki eru duglegir að labba á fjöll með mér fari í rass og rófu" dæmi!
Víkingur / Víxill, 9.2.2007 kl. 19:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.