Til hamingju með bolludaginn !!

Hreint út sagt frábær snilldarhelgi - byrjaði laugardaginn á að vera arfaþunn, fékk svo mígreni í kjölfarið sem var að trufla mig afganginn af helginni auk þess sem ég át yfir mig af bollum og fékk í magann ... halllllló hvað er í gangi hérna ?????

 Fór í dekur á föstudag með kvensunum úr vinnunni - fór í heilnudd sem var alveg hrikalega gott. Þegar ég lagðist á bekkinn spurði nuddarinn hvað væri að mér, ég náttúrulega svaraði að það væri ekkert að mér, ég væri bara lítill letipúki sem þætti gott að fara í nudd. Nú þá kom svona skítaglott á hann og hann byrjaði að ýta rosalega fast á bakið á mér og viti menn það var sko bara ekkert allt í lagi - ein rjúkandi rúst - get sem sagt bætt því samviskusamlega á sjúkralistann.

 Fórum á 101 á eftir að borða og horfa á Jude Law sem voru svona einskonar sárabætur fyrir annars ömurlega máltíð - pantaði mér kálfakjöt og bjóst við að fá svona meyran og nett rauðan kálf í sneiðum. Fékk þess í stað Kálfasnitzel, steikt upp úr hveiti með Pasta on the side. Hrikalega ógirnilegur og ósmekklegur diskur í alla staði !! Mæli ekki með þessu .....

Gerði annars ekki neitt um helgina, nema að horfa á vini og fara ekki í fjallgöngu !!

 Og þar sem Víkingur fór á Helgafellið um helgina hef ég ákveðið að bæta honum á blogglistann minn.  Reyndar voru engin vitni af þessari ferð fyrir utan systkini hans ... þannig að mér finnst alveg jafn líklegt að þau hafi bara farið beint á Hringbrautina og beðið eftir bollukaffi.

 En nú er ég að fara að gera mig klára fyrir kvöldið - ætla að fá mér túnfisksteik á Oliver :)

 Finnst eins og þetta sé að verða svona matar og sjúkrasögublogg .... 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En fékk JUDE flottan disk? það er aðalspurning dagsins.

Hvenær byrjum við að fara reglulega í fjallgöngu..... við erum ofur löt og förum aldrei...ekki góð að peppa hvort annað upp allavega.

Hlökkum til að þú kíkir í góða helgarheimsókn eftir 3 vikur...hræbillegt flug.

www.sasbraathens.no

count Olaf

count Olaf (IP-tala skráð) 24.2.2007 kl. 09:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband