Breytingar

Ætla að prófa að blogga aðeins aftur - núna hef ég enga afsökun lengur því að allt í einu er ég ekki að vinna allan sólarhringinn.   Hef til dæmis enga afsökun fyrir því að fara ekki í ræktina, fer samt aldrei.

 Ég er sem sagt komin í nýja vinnu og það breytir sko ýmsu

t.d þarf ég núna ekki að vakna fyrr en á slaginu 09:00 í stað þess að vakna 08:45 - er þrjár mínútur sléttar á leiðinni í vinnuna sem er algjör snilld.

Er hætt að borða pizzur í hádeginu og á kvöldin og í kaffitímanum.   borða þær bara á kvöldin núna

 Er hætt að drekka bjór í vinnunni á föstudögum - þarf reyndar að koma þeim sið á í nýju vinnunni !!

Er ekki allllltaf að vinna og hef allt í einu fullt af tíma : )  - sem ég kann ekki ennþá alveg að nýta.

En að öðru þá ætlum við Bryndís að skella okkur til London í fyrramálið að heimsækja Rán,   Stefnum á að toppa ferðina okkar til kaupmannahafnar þar sem víð sátum á þakinu á hótelinu heilan dag og sötruðum hvítvín og sleiktum sólina, það var snilldarferð.

Annars legst veturinn bara vel í mig - nóg að gera framundan.  Þurfum bara að fara að skella okkur í nokkrar göngur þegar veðrið skánar.  

 Best að fara að finna passan ....  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Halló....  Hélt vægast sagt að þú hefðir sagt þitt síðasta orð hér inni....  en gaman að svo sé ekki...

Kveðja frá Kanada.

Eiður Ragnarsson, 28.9.2007 kl. 01:18

2 Smámynd: Heiðar Birnir

Júhúúúújibbbíjeíííííiiii... frábært að sjá þig hér aftur.    Já við verðum að fara að skella okkur í göngur. og hittinga.......

Heiðar Birnir, 2.10.2007 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband