Flúðasveppir

Frábær helgi að baki !!

Stórfjölskyldan skundaði á FLÚÐIR að halda upp á 65 ára afmæli móðurinnar.  Mættum galvösk á Hótel Flúðir á laugardeginum, tókum smá rúnt og fórum svo bara að græja okkur fyrir matinn. Við vorum 19 í allt, mamma, við systkinin og makar, Júlía sem flokkast eiginlega undir bæði :) , Sigurbjörg Sara,Þórdís Karen, Fanný Dröfn, Ína, Orri og Gunnar. Síðan voru tveir leynigestir sem við höfum ekki séð lengi en Jobbi og Anna birtust, mömmu alveg að óvörum.

 Flottur matur og góð þjónusta í fínu umhverfi. Skelltum okkur svo á Útlagann sem er skemmtistaður Flúðverja. Þurftum að draga Söru með okkur þar sem að hún var farin að sofa !! Það var ótrúleg stemmning sem kom okkur verulega á óvart.  Einhverjir Flúðasveppir að spila og held ég hafi náð að dansa álíka mikið og í brúðkaupinu hjá Helgu Fjólu um daginn, og það met var sko ekki auðslegið.   Þarna voru að sjálfsögðu allir aldurshópar og voru Ína, Gunnar og Orri engir eftirbátar á dansgólfinu.  Nú eins og sönnu sveitafólki sæmir var boðið í eftirápartý :)   Sem betur fer, munaði samt alveg ótrúlega litlu, ákváðum við Júlía að fara heim á hótel í staðinn !! Eigum það bara inni.  Nú Bryndís, ferðafélagi minn með meiru lét sig að sjálfsögðu ekki vanta, var á ráðstefnu á sama hóteli  Á FLÚÐUM !! eins og maður sé alltaf á ferðinni þangað.  Þið getið því rétt ímyndað ykkur hvað hann Einar, verðandi eiginmaður Bryndísar varð glaður þegar hann frétti að ég væri á Flúðum líka og þar af leiðandi kæmi hún líklega ekkert heim fyrr en daginn eftir.   Bryndís þú ert snillingur ( sorry Einar, vona að ég sé komin aftur í náðina :) )  

Við náttúrulega héldum smá eftirpartý sjálf á hótelinu eins og alltaf - sungum samt ekki við Utangarðsmenn eins og við systkinin gerum ósjaldan við slíkar aðstæður :)  - Kenni Arnari um að hafa klikkað á tónlistinni.  

 Minnið var svo oggu gloppótt daginn eftir því að Regína kom inn á herbergi til mín með eitt stígvél sem ég átti og fór greinilega úr inni á herbergi hjá henni kvöldið áður. Nú hófst þá leitin að hinu stígvélinu, verð að viðurkenna að það var svolítið neyðarlegt að þurfa að spyrja manninn í móttökunni hvort að hann hefði fundið eitt stígvél !!  Það fannst reyndar svo fyrir rest, löngu eftir að ég var farinn og búin að afskrifa það.   Stígvélið var svo bara inní sængurfötunum í rúminu hjá Gumma.  Getið ímyndað ykkur hvernig líðanin var hjá honum þann daginn fyrst hann fann ekki fyrir því þegar hællinn stakkst í bakið á honum :)

 Anyways, alveg hrikalega vel heppnuð helgi.  Hlakka til næsta stórafmælis :)

 En minni Þórólfa á Helgafellið klukkan 17:15 á morgun :) á slaginu.

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heibs. Gaman að þú sért farin að blogga. Þá hefur maður alltaf vísar djammsögur að lesa eftir helgarnar :)   Gott þú fannst stígvélið!

Hilsen

Andrea

Andrea (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 07:36

2 identicon

Ha ha - ég kem alltaf úr þessum djömmum okkar með geislabauginn en það er nokkuð víst að það ert þú og Rán sem eru vondukarlarnir..  platið mig í alls konar vitlausu - ég er jú bara einföld ljóska ;-)

Bryndís Ösp (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband