19.10.2007 | 10:11
Mýrin
Horfði á Mýrina í gær !
Skemmtileg mynd í alla staði, góðir leikarar, brilliant húmor og allur pakkinn en hvað er málið með tónlistina. Hún truflaði mig þvílíkt, langaði á tímabili að hafa bara íslenskan texta og mute. Tónlistin sem sagt truflaði mig meira en litirnir - af hverju þarf allt að vera dimmt, og hálf svarthvítt þegar mynd er tekin upp á Íslandi ? Þegar ég sit í eldhúsinu mínu og tala við einhvern ( sem gerist nánast aldrei þar sem eldhúsið er aldrei notað ) þá skynja ég ekki þessa bláu liti og þegar fólkið í myndinni situr í eldhúsinu sínu að tala saman. Allt litlaust, hvað er það ? Af hverju er verið að blanda e-u listrænu crappi við svona mynd, átti þetta ekki að vera spennumynd. Hver nennir að horfa á listræna spennumynd ?
Þessi lýsing minnti mig mest á þegar það voru gerðir þættir á RÚV um landsbyggðina ( og greinilegan hrylling þess að búa á landsbyggðinni ) Einn þátturinn var tekinn upp á Kópaskeri og öll myndatakan fór fram í miklum byl og myrkri sem sýndu mannlausar rólar sveiflast í rokinu. Þvílík eymd. Alltaf eftir þetta hugsaði ég um kópasker og fékk hroll.
Fæ hann reyndar ekki í dag því ég fór í heimsókn þangað og sá hvað þessi staður var í raun fallegur :)
Kv
Athugasemdir
Manstu eftir Seven með Brad Pitt og Morgan Freman? Þar ringdi látlaust allan tíman, og allt var verulega drungalegt... Ég held að leikstjórinn hafi verið að reyna að ná upp svipaðri stemmingu og honum tókst það vel að mínu mati, en sitt sýnist hverjum.
Mér persónulega hefði reyndar fundist nauðsylegt að athuga þessa þráhyggju Baltasar með sviðin og kjötsúpuna, það er aldrei neinn matur á borðum hjá honum nema eitthvað í þeim stíl, þ.e. í myndunum hans, spurning hvort að hann hafi aldrei fengið neitt í sínum uppvexti að éta nema súran innmat og rolluandlit....
Eiður Ragnarsson, 23.10.2007 kl. 19:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.