Andrea Bocelli

Jebb fór á tónleika,  hvað skal segja. Held ég hafi farið of snemma til að vera dómbær á þá, skilst að þeir hafi verið frábærir eftir hlé :)   Fór líka út í hlé á Tenacious D með Jack Black en held að það hafi verið góður leikur.

 Þekkti engin lög og fannst Egilshöllin steríl, ætli ég sé neikvæð ?  Kokteilboðið á undan var fínt, reyndar var rosalega dimmt og ég sá ekki matinn sem var í boði, verð að sjá hvað ég borða, af því maður er það sam maður borðar og ég vil sko vita hver ég er !!  Verð reyndar líka helst að sitja þegar ég borða,  það er ekkert líf að borða standandi, nema kannski mögulega á leiðinni heim af djamminu,  samt ekki einu sinni þá, maður kaupir bara Hlölla og tekur hann með sér heim og borðar í sófanum.  Regína getur til dæmis aldrei beðið, úðar honum alltaf strax í sig, held meira að segja að hún hafi kynnst Gumma í röðinni á Hlölla :) .  En ég sá áfengið alveg nógu vel .....

 Fór svo í ekta íslenska sviðaveislu í kvöld, já fékk sko alvöru sviðin svið, ekki þetta hvíta rusl sem maður kaupir í búðinni. Skyldi það hafa verið tilskipun frá Evrópusambandinu að hér skyldu ekki lengur svört svið étin ?  Reyndi við efri kjamma, reif af honum hnakkaspikið og sá strax að það var allt of mikið af gumsi sem ég gat ekki neglt niður hvað var þannig að ég skilaði honum og fékk mér bara annan neðri kjamma :)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gat ekki annað en hugsað til interrail ferðar okkar Bubba 1995 þá var algert tabú að borða standandi (ekki hefur þú breyst mikið síðan þá með það ) og var það ekki alltaf auðvelt í framkvæmd en eitt skiptið nennti ég ekki að hlusta á þetta og við borðuðum með Hugrúnu þennan yndislega kebob í Stuttgart en nei Bubba litlu var ekki skemmt með fílusvip að reyna að koma honum niður.... já það er ekki á hverjum degi sem maður upplifir slíkt

Lára Birna Þorsteinsdóttir (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 22:50

2 Smámynd: Heiðar Birnir

....mmmmmmm.......svið.......

Heiðar Birnir, 5.11.2007 kl. 09:47

3 identicon

Er stórhneyksluð - maður fer ekki út í hléi á Boccelli tónleikum    

Húsmóðurkveðja

Birgitta (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 23:05

4 identicon

Ha,ha.. finnst þetta ógeðslega fyndið.  Ég segi nú bara ef hann syngur eins vel og hann sér þá hefði ég líka gengið út.

p.s. ógeðslega erfitt að hafa svona stærðfræði þraut handa manni þegar maður er að skrifa comment!!! úff!!

Rán (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 14:44

5 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Maður kaupir alltaf tvo Hlölla,  einn til að éta á meðan maður röltir að næsta leigubíl og svo hinn þegar maður er komin uppá hótel.....eða í því partíi sem maður endar í...

Eiður Ragnarsson, 10.11.2007 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband