Föstudagur til pizzuáts ..

Boston eftir tvær vikur, búið að panta hvað á að borða í hádeginu og á kvöldin !!

Var að horfa á Kastljós í vikunni, þar var umræða um að námsmenn gætu ekki keypt sér íbúðir. BÚHÚ.  Af hverju á maður að geta keypt sér íbúð á meðan maður er í námi ?  Á maður ekki akkúrat á þessum tímapunkti að vera fátækur námsmaður sem þarf að skrimta og spá í peningana. Nei nei ekki lengur, nú á maður bara skilið að geta keypt sér almennilega íbúð, reyndar þurfti stelpugreyið að takmarka leit sína við íbúðir sem kosta 20Mkr í stað 25-30 eins og henni langaði í.

Síðan er ég enn ekki búin að jafna mig á því að Robbie Willians hafi tekið lagið LOLA og bara gjörsamlega skitið upp á bak við að flytja það.  Er ekkert heilagt ? Hvað verður næst, gamlir Zeppelin slagarar.   Ef hann hefði tekið Frank Zappa eða Neil Young hefði mér verið sama.  Kunni aldrei við þá,  á enn slæmar minningar frá því þegar Nökkvi og Ingþór rúntuðu með okkur Hædu, spiluðu Frank Zappa og reyktu vindla með lokaðan glugga þannig að ég þurfti að henda fötunum mínum þegar ég slapp úr bílnum.

 Já þeir hafa sko ýmislegt á samviskunni skal ég segja ykkur !! 

 Helgin framundan - ætla að hafa það notalegt - skella mér kannski í eina göngu eða svo eftir því hvað ég verð fersk, er reyndar búin að lofa mér í stærðfræðikennslu, Guðmunda að koma frá Akureyri með fulla tösku af bókum.  Verra með Söru, kann bara ekki hornafræðina sem hún er að læra. Man að ég féll einu sinni á prófi í Versló og það var í Hornafræðiáfanganum.  Það var bara eitthvað ekki að ganga upp í hausnum á mér.  N.b. þetta var á þeim tíma sem ég mætti í skólann og lærði líka.  Getur verið að Þórdís teiki líka og fái kennslu í leiðinni. Hún er með rosalega skrýtna stærðfræðibók, get ekki ímyndað mér hvernig einhver krakki getur lært stærðfræði af henni - ég get alla vega ekki reynt að rifja upp eftir þessari bók og hún er í áttunda bekk. 

 En nú er pizzan að detta inn úr dyrunum ...... slef slef


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú kant bara ekki gott að meta, Frank Zappa og Neil Young eru náttúrulega bara snillingar. Vindlaferðin var góð ...

Skemmtu þér vel í Boston.

Ingþór (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 23:15

2 identicon

hellú skvís,

brjálað að gera framundan hjá þér.  Bara sama gamla tuggann hérna í London. Yfirtakan í vinnuni gengur hægar en ég átti von á.. ha, ha! Meira ruglið, á eftir að segja þér alveg fullt þegar ég kem á klakann. Svei, mér þá hvað maður er mikill tvíburi stundum.

En annars bara að bíða eftir Þjóðverjunum sem eru að detta inn um dyrnar á hverri stundu, væri ekk verra ef þeir væru með pizzu.  Svo Foo FIghters í kvöld og djamm.. gaman, gaman.

Knús,
Rán

Rán (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband