Hvað svo ?

Ekki enn komin vetur - bara svona hálfvetur .... fór og skoðaði skíði um helgina en sá engin svona úberkúl eins og mig langar í .   Er að plana skíðaferð til Ingþórs og Ollu eftir áramót þannig að það er ekki seinna að vænna að fara að splæsa í skíði. Hef annars bara átt ein skíði um æfina.  Keypti þau af Júlla þegar ég var 12 ára á 2500 krónur og notaði þar til í fyrra þegar ég gaf einhverri stelpu á Akureyri þau.  Skíðin eru sem sagt enn í notkun núna 20 árum seinna en þau voru æðilsleg skal ég segja ykkur - það verður örugglega erfitt að bonda við ný skíði.  Á reyndar bretti sem hefur lítið verið notað - held það sé á Hornafirði.  Man að þegar ég fór fyrst á brettið þá fékk ég harðsperrur í hendurnar vegna þess að ég var alltaf á hausnum og þurfti að hífa mig á lappir með höndunum.  Heyri bara í Murtaugh í Leathal Weapon þegar ég hugsa um það " I am to old for this shit "  .....

Stórfjölskyldan í heimsókn um helgina, Guðmunda kom fljúgandi frá Akureyri á meðan Gunnar Hersir var hirtur upp af djamminu og troðið upp í bíl á Hornafirði og brunað með í bæinn.  Pínu mannræningjaleg aðferð ...  duttu hér inn klukkan átta um morguninn og prinsinn enn svoltið vankaður.

Helgin fór almennt í pizzuát og svefn.   Fórum reyndar á IceFitness keppnina á laugardagskvöldinu. Þvílíkir kroppar !!  Mér finnst reyndar samanburðarhluti keppninnar eyðileggja svolítið annars skemmtilega keppni, sérstaklega þar sem hann gildir 40% !!  Þess vegna finnst mér þrekmeistarinn vera flottari keppni þar sem fólk þarf ekki að skera sig niður í ekkert í fitu til að taka þátt.   Er mjög mótfallinn því að skera mig niður í fitu, því þá þarf ég að minnka bjórdrykkju og hætt að borða beikon.  Hvað er gefandi við það ??

 Svo er bara komin ný og dimm vika.  Vona að Þórólfum langi í göngu um helgina því að ég þarf að komast út í dagsbirtu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og hvar eiga Ingþór og Olla heima??? Ég vona að það sé ekki í útlöndum því þú veist að áður en þú ferð nokkuð annað þá kemur þú til mín!

Og farðu svo að hætta þessu pizzuáti og bjórdrykkju! Það er nefnilega "believe it or not" mjög GEFANDI að vera laus við þetta! (allavega pizzuátið, allt í lagi að kíkja i bjórkönnu af og til....)

Kveðja frá verkfallalandinu mikla

Andrea (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband