Ég er loksins orðin stór !!

Í fyrsta skipti á ævinni er ég að undirbúa jól eins og venjulegt fólk.  Ég er ekki að koma heim að norðan eða austan rétt fyrir jól.  Ég er ekki að vinna allan sólarhringinn eins og í fyrra þegar yfirmaður minn neyddist til að kaupa handa mér jólatré því ég hafði ekki tíma til þess og ég sé fram á að senda jólakortin fyrir jól, ekki eftir jól eins og í fyrra.

 Jamm, ég er sem sagt að þrífa íbúðina, svona alvörujólaþrif, skápar og gluggar og allur pakkinn, búin að fara í klippingu, neglur á morgun.  Búin að kaupa nánast allar jólagjafir, þökk sé Bostonferð og stefni ótrautt á að skrifa á jólakortin í kvöld, ég er sem sagt loksins orðin stór :)

World Class opnaði um helgina í Hafnarfirði, ég og Sara fórum og tókum út hlaupabrettin í gær, leit bara vel út, ekkert rosalega stór stöð en mjög björt og flott. Sagði upp kortinu mínu í Hress, afgreiðslukonan sem tók á móti beiðninni var afskaplega dónaleg sem er svoltið í takt við þjónustuna sem ég hef fengið þarna, nema hjá James sem er mjög góður þjálfari.  Vona að ég þurfi ekki að kaupa kort þar aftur !!

Hitti Þórólfana í vikunni þar sem Óli Ragnars sýndi okkur myndir frá Mont Blanc, þvílíkt flottar myndir og girnileg ferð !!!  Nú er bara að hafa af sumarið og setja MB á planið fyrir 2009 !!

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiðar Birnir

Myndirnar voru flottar, já eiginlega bara skratti flottar.  Ég er nú samt að hugsa um að bíða eftir því að það verði búið að koma kláf alla leið á toppinn.  Skil ekkert í þessu framtaksleysi þarna suðurfrá. 

Tja nema WC heilli mig gjörsamlega upp úr skónum og ég heillist að nýju stöðinni í Hafnarfirðinum.... massi þetta þvílíkt og ....

Heiðar Birnir, 13.12.2007 kl. 12:00

2 identicon

Rosalega líst mér vel á þig skvísa - áður en þú veist af verður þú settluð húsmóðir eins og ég ;-) 

Ég kem svo og kíki á þig fljótlega í WC í Hafnarfirðinum - maður verður nú að taka út aðstöðuna ....

En ætlaði ekki flakkarinn þinn að kíkja á mig - þú verður nú að fylla hann fyrir jólafríið..  Private Practice, Grey´s Anatomy, Heroes - just nema it, I got it ;-)

Bryndís Ösp (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 14:14

3 identicon

Þoli ekki stafsetningarvillur - á auðvitað að vera "Just name it ..  "

Bryndís Ösp (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband