Bara hrein og klár letihelgi ..

Fór ekki að höggva jólatré með vinnunni í dag.  Sagði frá því í matarboðinu í gær að í ár myndi ég höggva mitt í eigið tré í stað þess að kaupa það hjá björgunarsveitinni eins og alltaf.  Júlli var ekki par ánægður með þetta sviksamlega athæfi og spurði hvort ég ætlaði að hringja í skógræktina þegar ég myndi týnast á fjöllum !!  Mun því kaupa mitt jólatré hjá Fiskakletti eins og alltaf.  Lofa líka að kaupa fullt af flugeldum : ) 

Var sem sagt í matarboði í gær þar sem allt flóði í frábærum mat, prófaði hreindýrapaté í fyrsta sinn í gær og fannst það hrikalega gott, auk þess sem að andarbringurnar stóðu algerlega upp úr.  Hef nefnilega aldrei verið neitt sérstaklega hrifin af villibráð og finn að ég er að byrja að meta þennan mat hægt og rólega.  

 Helgin annars bara nokkuð notaleg, kíkti með Andreu og Sollu á Ölstofuna á föstudagskvöldinu. Hittum Júlíu og svo Gurrý og Hrafnkel, enduðum að sjálfsögðu í pulsu með öllu áður en við krúsuðum heim í Hafnarfjörðinn !!

Fór sem sagt ekkert fyrir jólaundirbúningi þessa helgi, fór og keypti ljós í stofuna, forstofuna og svefnherbergið, byrjaði í IKEA, steig inn í búðina og hugsaði allan tímann, hate it hate it hate it ..... skrýtið að ég skildi ekki finna ljós þar !!  Ég bara hreinlega meika ekki þessa verslun ..

 En nú þarf maður að taka sig saman í andlitinu þessa fjóra daga fram að jólafrí, jább kæru vinir það er sko frí í minni vinnu á föstudag takk fyrir :)   

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hreindýrapaté og andabringur, hvað verður það næst, Neil Young og Frank Zappa ?

Ingþór (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 21:43

2 identicon

keep on rocking in the free world and dont eat the yellow snow

Guðbjörg er að þroskast...................

Ingþórs bróðir (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 23:35

3 identicon

Í hvernig vinnu ert þú ??  Frí á föstudaginn...  ertu að vinna í leikskóla eða..  Og ef ykkur vantar Manager of finance and Accounting - þú veist hvar ég er ;-) Sjáumst !

Bryndís Ösp (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 09:14

4 identicon

Bíddu, bíddu..  frí á föstudaginn - þýðir það djamm á fimmtudagskvöldinu ??  Hm, á ég ekki að koma á bílnum á Tapasbarinn .... 

Bryndís Ösp (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 08:51

5 identicon

Jibbý!! Engin afsökun. Djamm með okkur á fimmtudaginn.  Sangríað verður teygað.. nammi, nammm..

 Hlakka til að sjá þig.

Robbery

Robbery (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband