Á fleygiferð inn í jólin :)

Ó já, jólin nálgast ótrúlega hratt og ég hlakka brjálæðislega til.  Við erum búin að lifa í kommúnu hér í Stekkjarhvamminum s.l. mánuðinn sem byrjaði á því að Regína og Þórdís fluttu inn á efri hæðina til mömmu og Söru.  Stuttu seinna komu Elísabet, Emil og Fanný í heimsókn og þá sofið í hverju horni á öllum hæðum.  Þórdís hefur ekkert verið sérstaklega kát með þessa ráðstöfun þar sem hún segir að ég og Regína höldum vöku fyrir henni með hlátri.  Halldóra og Benni komu svo nánast um leið og Beta og Emil fóru og þá tók ekki betra við þegar ég þurfti að slást um rúmið mitt við Söru tvö kvöld í röð.  Krakkaskítur !! ´

Átveislan fer að byrja - byrjar á Tapasbarnum annað kvöld, nammi namm.  Á laugardeginum er svo skata hjá Orra frænda, ég er búin að leggja inn pöntun fyrir ýsu þar sem Orri var að hóta því að það yrði bara skata og saltfiskur þetta árið. Plís Orri, ekkert rugl hérna, koma svo !!

Þorláksmessuteitið hennar Regínu er svo ekki á sínum stað á sunnudeginum þar sem að hún er tímabundið landlaus kona.  Teitið verður því að þessu sinni haldið hjá mér að Stekkjarhvammi 4.  Opið hús frá 16:00 og nóg að borða !!

 Aðfangadagur grrrrr...... búin að hita vel upp fyrir aspassúpuna og hamborgarahrygginn og jólaísinn hennar Regínu.

 Jóladagur, hangikjöt úr Berufirði, held sannanlega að þetta sé besta hangikjöt í heimi.  Ekta heimareykt og algjörlega ómissandi á jólunum, takk Svandís :)

 Annar í jólum er enn opin .... verður fínt að fá sér eitthvað gott eftir annan í jólum gönguna !!

 Jebb er hægt annað en að hlakka til ?

 p.s. búin að kaupa ótrúlega flott jólatré, fann ekkert nógu lítið þannig að afgreiðslufólkið fann bara eitt risastórt og hjó það í parta fyrir mig - ótrúlega flott þjónusta sko !!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Gleiðleg jól og kveðja frá Reyðarfirðinum...

Eiður Ragnarsson, 24.12.2007 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband