17.4.2008 | 11:24
Vor í lofti og 50 metrar á sekúndu í Malbikinu
Það er klikkað veður hérna í hrauninu, það er svo hvasst að tölvuskjárinn minn hristist á borðinu hjá mér !! Var ekki einvher að spá í að byggja flugvöll hér einhverntímann, það væri skemmtilegt helvíti....
En þar sem ég hef ekki bloggað lengi sökum einhverrar meinloku þá er allt gott að frétta af kellingunni. Tvær utanlandsferðir í valnum, ein snilldarskíðaferð til Noregs og svo hin árlega Kanaríeyjaferð fjölskyldunnar. Lá í sófanum og át páskaegg milli ferða og vann þar af leiðandi nánast ekki neitt í mars, sem er gott :)
Byrjuð í Bootcamp, djísús kræst - bara með harðsperrur dauðans og krónískt blóðbragð, en djöfull er þetta gaman.
Annars bara flott sumardagskrá framundan hjá Þórólfum.... held að það séu sjö ferðir planaðar í sumar sem er bara býsna metnaðarfullt finnst mér og hlakka ég mikið til, ætla að vera í hörkuformi þannig að ég þurfi ekki alltaf að horfa á rassinn á liðinu í hverri einustu göngu !! Það er ótrúlega leiðinlegt sko.
Stefni á afkastamikið blogg.....
Athugasemdir
Já, ég ætla rétt að vona að þetta blogg verði afkastamikið - ég er nefnilega mjög dyggur lesandi og búin að fara fýluferð í marga mánuði inn á síðuna þína!!
Og svona "for the record" SALTPILLURNAR RÚLA"
Haltu svo áfram að vera dugleg að reyna á þig,
Andrea
Andrea (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 18:19
Jibby.. she's back!!!!!!!!!!!
knus fra London
Rán (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 17:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.