21.4.2008 | 10:52
Allt að gerast : )
Fín helgi að baki og frábær vika framundan - vika með frídegi í miðri viku getur bara orðið frábær !!
Fór á Verk og Vit á fimmtudeginum, byrjaði í ráðstefnu og tók svo hring á sýningunni, þetta er sko engin sjávarútvegssýning en nóg að býta og brenna, sérstaklega var sushi barinn hjá Mannvit góður. Þurfti virkilega að rífast við sjálfa mig í hausnum hvort ég ætti bara að slá til og detta í það eða drulla mér heim, sem ég gerði sem betur fer, segið svo að maður hafi ekki viljastyrk :)
Fór á Definately Maybe um kvöldið, borðliggjandi sunnudagseftirmiðdagsstelpumynd, mæli með henni við svoleiðis tækifæri.
Tveggja tíma bootcamp æfing í Elliðaárdalnum á laugardagsmorgun klukkan níu - hljómar ótrúlega vel er það ekki ???? Við Júlía mættum galvaskar, klárar í slaginn .... og náðum heilum 17 mínútum af froskahoppum, armbeygjum, bjarnargöngum og sprettum..... áður en við gáfumst hreinlega upp og stungum af. Shiiittttt hvað varð um notalega upphitun, koma sér í gírinn og svona ????? Hefði kannski sloppið ef allur hópurinn hefði ekki alltaf fengið refsingu af því ÉG gat ekki drullast hraðar !! Átti alveg nóg með að hugsa um sjálfa mig án þess að þurfa að hafa áhyggjur af hinu fólkinu sko....
Fór þess í stað bara einn ástjarnar/ásfjalla hring og engin þurfti að gera 50 aukafroska af Því ég stoppaði í miðri hlíð :)
Fórum svo í Brunch á Maður lifandi í Hafnarborg - svoltið spes. Voða fínt og kósí en maður þarf sjálfur að ganga frá eftir sig, svona ponku skrýtið andrúmsloft i kringum þetta en maturinn var góður.
Ákvað að skola af bílnum mínum og beið í 30 mínútur í röð við einhverja sjálfvirka þvottastöð sem lofaði að snerta ekki bílinn minn, þetta höfðaði sérstaklga til mín þar sem ég hef mjög litla snertiþörf :) - Þegar röðin loks koma að mér var allt kapútt, það blikkuðu öll ljós samtímis, sem sagt áfram, stoppa og bakka og hurðin fór stanslaust upp og niður ...... ég náði að forða mér úr þessum sirkus og endaði á að þurfa bara að spúla bílinn sjálf með handafli, sem tók heilar 5 mínútur. Hitti Gísla sem var að þvo hreinan bíl - hvað er það ??? Einhver lítill Pringles kall farin að gera vart við sig í honum, búin að fjárfesta í hágæða burstasetti :)
Grillið var svo brúkað vel um helgina, grillaði humar á laugardeginum og lamb á sunnudeginum. Reyndar var lambið meira svona eldhafsbakað heldur en grillað þar sem grillið stóð bara í ljósum logum og allt kolbrann. Veit ekki alveg hvað gerðist en við bara flysjuðum öskuna af kjötinu og málið dautt.
Jebb bara tiltölulega notaleg helgi :)
Athugasemdir
Ertu ekki að grínast??? Já, ég kalla þig viljasterka konu. Greinilegt að ég var ekki með þér. Þá hefði viljastyrkurinn farið fyrir lítið..... Sushi og allt!!!
Hlakka til að koma í grill til þín í sumar - langar samt ekki í eldhafsbakaðan mat en maður gæti nú látið sig hafa það...
Ánægð með þig í bootcamp - go girl!!!
Au revoir!
Andrea
Andrea (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 12:46
hvernig er hægt að klúðra þvotti á AL sjálfvirkri þvottstöð ?????????????????
mr pringles
mr pringles (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 15:48
ohhh langar í grill til þín. Klikkar aldrei!
Knús,
Robbery
Robbery (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 10:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.