30.10.2007 | 21:06
Jólinskíj
Missti alveg af Danmörku, fór í vinnu og úr og beint aftur á völlinn þar sem ég var svo þreytt að ég nennti ekki einu sinni að reyna að versla neitt. Keypti mér reyndar eitt stykki flakkara - jebb komin í tækjamannatölu. Hann er reyndar enn i kassanum og verður sennilega þar fram að jólum.
Gerði nú ekkert stórkostlegt um helgina, sló næstum þvi mohito metið, 7 drykkir í beit á 101 með Svövu og Helgu, alltaf jafn hrikalega gott. Brunch með Júliu á brennslunni á sunnudeginum og bara almenn notalegheit.
Síðan helltist jólagleðin yfir mig í gær - allt alhvítt og stórum flygsum kyngdi niður, beint niður ( eins og á Akureyri ) ekki svona á hratt á hlið með rigningarlegu ívafi eins og vanalega. Var reyndar tjáð það í vinnunni að sjór is bad for business og því illa séð að ég sé að dansa snjódansinn þegar framleiðslan er í molum !! Gerðum málamiðlun að þann 20. des mætti ég fagna ef það væri enn snjór. En viti menn - í dag var hann farinn, komin rok og rigning og allt eins og það á að vera !!
Árshátíð Þórólfa nálgast óðfluga og stefnt er á Heklugöngu - en það er bara að því það hljómar rosalega kúl. Förum auðvitað ekkert þangað þvi það verður pottþétt rok og rigning og bara veður til að vera með bjór í heita pottinum :)
Athugasemdir
Ef stuðið verður á okkur þá reynum við nú við Heklu kerlu.... nú eða göngum Reykjadalina og á Hengilinn... nú eða, eins og þú segir... pottur og bjór.
Heiðar Birnir, 31.10.2007 kl. 10:47
Jahá..líst vel á þetta með Mojiot-inn verð bara þyrrst að lesa þetta.. nammi, namm.
Kem með flakkarinn minn um jólin og þá getur við fært yfir tónlistina.
knús og kossar í bili,
Rán
Rán (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 14:06
Hráefni í Ranitosið býður eftir að þú komir í jólafrí :)
Formaðurinn, 1.11.2007 kl. 23:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.