Árshátíð í Ölfusborgum

Snilldarhelgi að baki.  Lögðum af stað í svartaþoku yfir Hellisheiði á föstudagskvöldinu og vorum því fljótt komin yfir í Ölfusborgir.  Skriðum að sjálfsögðu strax ofan í pottinn með bjórinn ...

Nusco í morgunmat - ekkert sem veitir betri orku fyrir göngu en þykkt lag af Nusco :)

Flott ganga í flottu veðri - alltaf skal manni líða jafn vel þegar maður er komin af stað út í náttúruna.  Þetta er svæði er líka mjög skemmtilegt.  Létum svo líða úr okkur í pottinum á meðan að Viggi grillaði lærin,  slef slef,  ótrúlega flottur matur í alla staði. 

Takk fyrir ótrúlega góða helgi !! læt ákvarðanir næsta árs fylgja hér með ....

MAI 2008  - Birnudalstindur

JÚNÍ 2008 - Kverkfjöll eða Kerlingafjöll já eða bæði :)

JÚLÍ 2008 - Glerárdalshringur

JÚLÍ 2008 - Hornstrandir - Partur IV

ÁGÚST 2008 - Skálaferð um Strútsstíg

 Þannig að eins og þið sjáið þá er nóg að gera og eins gott að fara að koma sér í almennilegt form. Ætla ekki að horfa á rassinn á næsta manni upp brekkurnar næsta sumar - megið horfa á minn í staðinn til tilbreytingar :)

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég skal taka það að mér að draga þig í ræktina amk einu sinni í viku ef þú lofar að draga mig upp á e-ð fjall á næsta ári ;-)  en það má ekki vera of hátt (er lofthrædd) og engar göngur í hlíðum þar sem ég þarf að hanga í keðju...  Annars er allt ok ;-)

Sjáumst í Kickboxinu tonight..  svo potturinn en enginn bjór...

Bryndís Ösp (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 12:44

2 Smámynd: Formaðurinn

Takk fyrir Kickboxið - brillllliant tími - sérstaklega potturinn og núna er ég að drekka bjórinn :)

Formaðurinn, 13.11.2007 kl. 22:43

3 identicon

Ég trúi þvi ekki að þú hafir fengið þér bjór - þar fór allur ágóðinn úr tímanum !!!  En ég vona þó að þú hafir samt sofið vel - enda stóðstu þig ótrúlega vel.  Ég var alltaf að bíða eftir að það liði yfir þig eða e-ð álíka spennandi en nei - þú hélt ótrauð áfram.  Hlakka til næsta þriðjudags !!

Bryndís Ösp (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband