28.4.2008 | 18:41
Heklan loks í valnum ....
Frábær helgi að baki ....
Byrjaði á bootcamp tíma á laugardagsmorgun klukkan níu þar sem við skriðum í sígarettustubbum fyrir utan hótel Nordica - gerist ekki betra :)
Skelltum okkur svo í sumarbústað í Úthlíð þar sem var legið í leti, etið og drukkið eins og góðri sumarbústaðaferð sæmir, já og potturinn auðvitað tekin út.
Síðan var vaknað ELDsnemma á sunnudagsmorgunin og lagt af stað á Heklu. Tek það fram að það er ekkert grín að keyra frá Laugavatni að Heklu þrátt fyrir mikin kortalestur, held við höfum keyrt tvisvar fram hjá afleggjaranum sem við áttum að taka og enduðum við óvart á Flúðum.
Hmmm já Hekluganga !!! Þrátt fyrir að:
- Hafa ekki gert ráð fyrir að keyra í tæpa klukkustund frá afleggjaranum að Heklu og að henni
- Hafa þurft að leggja bílnum svo langt frá fjallinu að það var bara lítill depill
- Hafa fundið bílastæðið þar sem uppgangan er og gengið galvösk þar upp eftir stikum og hafa síðan uppgötvað að þetta var alls ekkert rétt bílastæði og að stikurnar hafi markað gönguferð á Rauðu Skál en ekki Heklu.
- Hafa gengið í rúmar tvær klukkustundir og tekið talsverða hækkun áður en við svo loks römbuðum á réttu gönguleiðina
- Hafa eytt níu tímum í fimm tíma göngu og samtals 15 klukkustundum í ferðina.
- Hafa næstum því týnt bílnum, hjúkk að Óli var með GPS tækið !! og vera löngu löngu búin með nestið sem var í upphafi ekki mjög merkilegt eða ein samloka, tvær kókómjók og tvö prins ...
Þá var þetta snilldarferð því að hver getur vælt yfir:
- frábærum félagsskap
- Ótrúlegu veðri, sól, snjó, logni og heiðskýru lofti
- Jeppaferð með Tobbu sem er bara snilldardriver, takk fyrir farið.
Sem sagt vel heppnuð helgi að baki með viðeigandi og tilheyrandi strengjum !!
Hlakka til að sjá hvað getur farið úrskeiðis við að ganga Selvogsgötuna á fimmtudag.
Athugasemdir
Til hamingju með Heklu!!! Þú greinilega fékkst vel út úr þessari ferð :)
Hilsen,
Andrea
Andrea Ásgrímsdóttir , 29.4.2008 kl. 13:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.